Verður alltaf erfiðara og erfiðara með árunum

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. mbl.is/Ólafur Árdal

Guðmund­ur Kristjáns­son, fyr­irliði Stjörn­unn­ar, er elst­ur í leik­manna­hópi liðsins í ár en hann varð 36 ára gam­all í mars.

Stjörn­unni er spáð fimmta sæti í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en liðið hafnaði í fjórða sæti deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð.

Hann gekk til liðs við fé­lagið frá FH árið 2023 og er á leið inn í sitt þriðja tíma­bil í Garðabæn­um en hann er upp­al­inn hjá Breiðabliki í Kópa­vog­in­um og varð Íslands­meist­ari með liðinu árið 2010.

Eft­ir­vænt­ing­in alltaf jafn mik­il

„Eft­ir­vænt­ing er alltaf jafn mik­il, sér­stak­lega svona rétt fyr­ir mót,“ sagði Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is.

„Nóv­em­ber­mánuður­inn er lík­lega erfiðast­ur í þessu. Þetta er jú eitt lengsta und­ir­bún­ings­tíma­bil í heimi eins og margoft hef­ur komið fram. Að spila fót­bolta og að vera hluti af þess­um hóp er það skemmti­leg­asta sem maður ger­ir.

Ég skal samt al­veg viður­kenna það að und­ir­bún­ings­tíma­bilið verður alltaf erfiðara og erfiðara með ár­un­um,“ bætti Guðmund­ur við í sam­tali við mbl.is.

Stjörn­unni er spáð 5. sæti í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en Garðbæ­ing­ar taka á móti FH í 1. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar, mánu­dags­kvöldið 7. apríl, kl. 19.15 í Garðabæn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert