Félög sem hafa yfirburði fjárhagslega

Björn Daníel Sverrisson í baráttunni gegn Víkingi á síðustu leiktíð.
Björn Daníel Sverrisson í baráttunni gegn Víkingi á síðustu leiktíð. mbl.is/Ólafur Árdal

Björn Daní­el Sverris­son, fyr­irliði FH í fót­bolta, er þokka­lega bjart­sýnn fyr­ir kom­andi tíma­bil í Bestu deild­inni. Hafn­ar­fjarðarliðið mæt­ir nokkuð breytt til leiks.

Ólaf­ur Guðmunds­son og Logi Rafn Ró­berts­son eru farn­ir í at­vinnu­mennsku og Finn­ur Orri Mar­geirs­son er hætt­ur. Yngri leik­menn eru komn­ir í staðinn.

„Það má segja að fé­lagið sé í end­urupp­bygg­ingu. Við reyn­um að spila á eins ungu liði og hægt er, fyr­ir utan mig og Böðvar (Böðvars­son). Ann­ars er mark­miðið að vera í efri hlut­an­um og skoða svo hlut­ina.

Það eru ákveðin fé­lög í þess­ari deild sem hafa yf­ir­burði fjár­hags­lega og þegar kem­ur að breidd hóp­anna. Ef all­ir hald­ast heil­ir hjá okk­ur út tíma­bilið get­um við endað í efri hlut­an­um og jafn­vel gert at­lögu að Evr­óp­u­sæti. Við reyn­um að ná topp sex og svo vinn­um við út frá því,“ út­skýrði Björn Daní­el í sam­tali við mbl.is og hélt áfram:

„Við höf­um misst leik­menn sem eru með mikla reynslu úr efstu deild, leik­menn eins og Finn Orra, Ólaf og Loga. Ólaf­ur og Logi eru ung­ir en voru bún­ir að spila fullt af leikj­um. Við feng­um m.a. Birki Val og svo Mat­hi­as sem er hörku­markvörður. Svo er leikmaður eins og Bragi sem hef­ur bara spilað í neðri deild­un­um en komið vel inn í þetta.

Von­andi ná ungu leik­menn­irn­ir að springa út. Þeir geta tekið Kjart­an Kára sér til fyr­ir­mynd­ar og hvernig hann hef­ur ár eft­ir ár orðið betri og betri. Aðal­stefna FH í dag er að búa til góða leik­menn sem koma úr minna um­hverfi en efsta deild­in er,“ sagði Björn Daní­el.

FH hafnaði í 7. sæti í spá Morg­un­blaðsins sem birt var í miðviku­dags­blaðinu. FH mæt­ir grönn­um sín­um í Stjörn­unni í Garðabæn­um í 1. um­ferðinni annað kvöld, mánu­dags­kvöld, klukk­an 19.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert