„Gylfi er besti leikmaður deildarinnar“

Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við Víkinga í febrúar.
Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við Víkinga í febrúar. mbl.is/Karítas

„Gylfi hef­ur komið frá­bær­lega inn í þetta hjá okk­ur,“ sagði knatt­spyrnumaður­inn Ni­kolaj Han­sen, fyr­irliði Vík­ings úr Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is.

Vík­ing­um er spáð Íslands­meist­ara­titl­in­um í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en liðið hafnaði í öðru sæti deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð.

Gylfi Þór, sem er 34 ára gam­all, gekk til liðs við Vík­inga frá Val í fe­brú­ar á þessu ári en hann lék 19 leiki með Vals­mönn­um í Bestu deild­inni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim ell­efu mörk.

Vinnu­fram­lagið kom á óvart

„Gylfi er besti leikmaður deild­ar­inn­ar,“ sagði Han­sen þegar hann ræddi komu Gylfa í Foss­vog­inn.

„Hann þarf sinn tíma til þess að aðlag­ast og allt það en hann er til­bú­inn að gefa sig all­an í verk­efnið. Hann hef­ur staðið sig mjög vel í fyrstu leikj­un­um sín­um fyr­ir okk­ur. Hann hleyp­ur mikið og fer í all­ar tæk­ling­ar.

Ef ég á að vera al­veg hrein­skil­inn þá hef­ur vinnu­fram­lagið hans komið mér á óvart. Hann var í öðru­vísi hlut­verki hjá Val og hann á eft­ir að blómstra hjá okk­ur. Þetta er leikmaður sem á fjölda leikja í ensku úr­vals­deild­inni, hann er gríðarleg­ur liðstyrk­ur fyr­ir okk­ur,“ sagði Han­sen í sam­tali við mbl.is.

Vík­ing­um er spáð Íslands­meist­ara­titl­in­um í spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en Vík­ing­ar taka á móti ÍBV í Foss­vog­in­um, mánu­dag­inn 7. apríl, í 1. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert