Síðasta tímabil mikil vonbrigði

Aron Sigurðarson, fyrirliði KR.
Aron Sigurðarson, fyrirliði KR. mbl.is/Karítas

Spenn­an er í al­gleym­ingi hjá Aroni Sig­urðar­syni, fyr­irliða KR í knatt­spyrnu, nú þegar fyrsti leik­ur liðsins í Bestu deild­inni í ár blas­ir við.

„Tíma­bilið leggst mjög vel í okk­ur. Við erum mjög spennt­ir að byrja, hóp­ur­inn er spennt­ur. Það er mjög spenn­andi tíma­bil fram und­an,“ sagði Aron í sam­tali við mbl.is.

KR hef­ur leik í Bestu deild­inni í dag þegar liðið heim­sæk­ir KA til Ak­ur­eyr­ar. Spurður hvernig ástatt væri fyr­ir leik­manna­hópn­um hjá KR þegar stutt er í mót sagði hann:

„Það er bara gott. Eins og í flest­um hóp­um eru ein­hverj­ir að glíma við ein­hver létt meiðsli en það eru eng­in al­var­leg. Það verða lang­flest­ir klár­ir fyr­ir fyrsta leik.“

Aron sagði KR ekki vera með eig­in­leg mark­mið um að lenda í ein­hverju ákveðnu sæti á kom­andi tíma­bili en viður­kenndi fús­lega að síðasta tíma­bil, þar sem KR hafnaði í átt­unda sæti, hafi verið mik­il von­brigði.

Berj­ast um titla á næstu árum

„Það eru eng­in op­in­ber mark­mið. Við erum nýr hóp­ur og mark­miðið er ein­hvern veg­inn að gera hóp­inn sam­keppn­is­hæf­an svo hann geti bar­ist um titla á næstu árum. Við reyn­um að verða betri á hverj­um ein­asta degi, nýta hvern ein­asta dag og hverja ein­ustu æf­ingu sem við höf­um til þess að verða betra lið og betri hóp­ur.

Ég held að það sé svona helsta mark­miðið. Síðasta tíma­bil var í heild sinni mik­il von­brigði. En aft­ur þá snýst þetta bara um að elta frammistöðu, vera hug­rakk­ir og þora að spila þenn­an fót­bolta sem við höf­um spilað á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu þegar kem­ur að tíma­bil­inu.

Þetta snýst um að verða betri hóp­ur og betra lið. Það er ekk­ert mark­mið um topp sex, topp þrjá eða eitt­hvað slíkt. Við ætl­um bara að bæta okk­ur á hverj­um ein­asta degi og þá ger­ast á end­an­um góðir hlut­ir,“ sagði fyr­irliðinn.

KR er spáð fjórða sæti í Bestu deild­inni í ár í spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu á miðviku­dag. KR heim­sæk­ir KA í 1. um­ferð í dag, sunnu­dag, kl. 16.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert