„Það var ekki gaman að missa Íslendingana“

Elmar Atli Garðarsson, Pétur Bjarnason og Vladimir Tufegdzi fagna marki …
Elmar Atli Garðarsson, Pétur Bjarnason og Vladimir Tufegdzi fagna marki í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tíma­bilið leggst mjög vel í okk­ur fyr­ir vest­an,“ sagði Elm­ar Atli Garðars­son, fyr­irliði Vestra í Bestu deild karla í fót­bolta, í sam­tali við mbl.is.

Vestra­mönn­um er spáð tólfta og neðsta sæti deild­ar­inn­ar í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en liðið, sem var nýliði í deild­inni á síðustu leiktíð, hafnaði í tí­unda sæt­inu í fyrra.

„Þetta lít­ur mjög vel út hjá okk­ur og það er mik­ill spenna fyr­ir kom­andi tíma­bili. Það verður gott að byrja mótið á okk­ar heima­velli fyr­ir vest­an, ólíkt því sem við lent­um í á síðustu leiktíð, og það er mik­il til­hlökk­un í hópn­um,“ sagði Elm­ar Atli.

Mark­miðið að gera bet­ur

Hver eru mark­mið Vestra fyr­ir tíma­bilið?

„Okk­ur lang­ar fyrst og fremst að gera bet­ur en á síðustu leiktíð. Það er í raun mark­mið núm­er eitt, tvö og þrjú. Við ætl­um að halda áfram á þeirri veg­ferð sem við höf­um verið á, á síðustu árum. Við erum með mikið breytt lið frá síðustu leiktíð og öðru­vísi lið að mörgu leyti.

Ég er mjög spennt­ur að sá hvernig okk­ur mun reiða af í þess­um fyrstu leikj­um tíma­bils­ins. Eins og ég kom inn á áðan þá lít­ur þetta mjög vel út hjá okk­ur og við erum alls ekki með lak­ari lið í ár en á síðustu leiktíð.“

Hafa misst marga leik­menn

Mikl­ar manna­breyt­ing­ar hafa orðið hjá Vestra fyr­ir tíma­bilið en hvernig hafa nýju menn­irn­ir komið inn í Valsliðið?

„Við höf­um auðvitað misst mikið af leik­mönn­um frá síðustu leiktíð og marga Íslend­inga. Það var ekki gam­an að missa Íslend­ing­ana en all­ir sem hafa komið til okk­ur eru leik­menn sem var fylgt mjög vel eft­ir. Við viss­um upp á hár hvað við vor­um að fá og þetta eru allt leik­menn sem hafa smollið inn í liðið, inn­an sem utan vall­ar,“ sagði Elm­ar Atli í sam­tali við mbl.is.

Vestra er spáð 12. og neðsta sæt­inu í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en Vestra­menn heim­sækja Val í 1. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í dag, sunnu­dag­inn 6. apríl, klukk­an 14 á Hlíðar­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert