Vanda ákvörðunina vel út af fjölskyldunni

Dagný Brynjarsdóttir, lengst til hægri, hitar upp.
Dagný Brynjarsdóttir, lengst til hægri, hitar upp. Eyþór Árnason

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, landsliðskona í fót­bolta, á eft­ir að ákveða sig hvort hún vilji halda áfram hjá West Ham á Englandi. 

Þetta sagði hún í sam­tali við mbl.is en hún hef­ur ekki verið nægi­lega ánægð með spila­tíma sinn á tíma­bil­inu en hún kom til baka eft­ir barn­seign í byrj­un þess. 

„Þetta er al­veg búið að vera fínt. Það kem­ur ann­ar þjálf­ari inn á meðan ég er ólétt og vissi að það yrði aðeins krefj­andi. Ég get al­veg verið hrein­skil­in að ég sé ósátt við þær mín­út­ur sem ég hef fengið. Miðað við hvernig ég hef spilað og æft þá á ég meira skilið og hef ekki verið að fá það.

Ég mæti á all­ar æf­ing­ar til að vera upp á mitt besta og nýt þær mín­út­ur sem ég fæ. Á milli landsliðsverk­efna þá var svona mesta sem ég hef spilað í lengri tíma. Von­andi halda mín­út­urn­ar bara áfram að aukast þó það séu aðeins fjór­ir leik­ir eft­ir.“  

Und­ir henni komið 

Dagný er með mögu­leika um fram­leng­ingu á samn­ingi sín­um hjá West Ham og fé­lagið er búið að virkja ákvæðið sín meg­in. Hún seg­ir það vera und­ir sér komið að ákveða hvort hún haldi áfram en all­ar ákv­arðanir verða að vera tekn­ar frá fjöl­skylduaðstæðum. 

„Ég þarf að sjá hvað verður. Ég er með einn plús einn samn­ing og West Ham er búið að virkja hann sín meg­in, þannig þetta er und­ir mér komið.

Ég er ekki að drífa mig og ef ég færi mig úr stað þá þarf ég að vanda valið vel. Þetta er aðeins öðru­vísi en þegar ég var ein. Er núna með tvo stráka og ann­ar bú­inn að vera í skóla á Englandi í þrjú ár, þannig þetta er flókn­ara upp á það að gera,“ bætti Dagný við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert