„Við getum bara byrjað með ellefu inn á“

Dean Martin á hliðarlínunni í kvöld.
Dean Martin á hliðarlínunni í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Dean Mart­in stýrði Skaga­mönn­um til sig­urs gegn Fram á úti­velli í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta í Úlfarsár­dal í kvöld en Jón Þór Hauks­son, aðalþjálf­ari ÍA, var í leik­banni.

Jón Þór var ekki á hliðarlín­unni í kvöld því hann fékk rautt spjald eft­ir leik ÍA gegn Vík­ingi á síðasta tíma­bili.

Þrátt fyr­ir það sigraði ÍA Fram, 1:0, í hörku­leik í kvöld.

„Við héld­um skipu­lagi og unn­um fyr­ir þess­um sigri. Okk­ur langaði að vinna, vor­um mjög dug­leg­ir og það er gam­an að horfa á þetta lið svona,“ sagði Dean Mart­in í viðtali við mbl.is eft­ir leik­inn.

Skaga­menn fengu ágæt­is liðsstyrk­ingu í vet­ur og þar á meðal var Gísli Lax­dal Unn­ars­son en hann kom aft­ur til liðsins eft­ir tveggja ára dvöl á Hlíðar­enda.

„Við erum með góðan hóp og menn þurfa að vinna sig inn í liðið. Það eru lík­leg­ast marg­ir ósátt­ir að byrja ekki í dag en svona er fót­bolti, við get­um bara byrjað með ell­efu inn á.“

ÍA lenti í fimmta sæti á síðasta tíma­bili en Dean Mart­in ætlaði ekki fram úr sér.

„Við tök­um bara einn leik í einu, það er leik­ur í næstu viku og við und­ir­bú­um okk­ur vel fyr­ir hann. Þessi leik­ur er bú­inn og næsti er sá sem skipt­ir máli.“

Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son skoraði sig­ur­mark leiks­ins en það kom beint úr auka­spyrnu.

„Þetta var geggjað, ég vissi að hann myndi skora,“ sagði hann um markið og hann hafði eng­ar áhyggj­ur af því að hafa ekki skorað úr opn­um leik.

„Nei nei, í fyrsta leikn­um skipt­ir bara máli að vinna, skipt­ir engu máli hvernig þú ger­ir það. Við börðumst og unn­um leik­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert