Búinn að læra nöfnin á öllum

Alex Freyr Hilmarsson í leik með ÍBV gegn HK fyrir …
Alex Freyr Hilmarsson í leik með ÍBV gegn HK fyrir tveimur árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tíma­bilið leggst vel í okk­ur. Við erum ný­komn­ir heim úr æf­inga­ferð. Við vor­um að þétta hóp­inn og æfa sam­an í fyrsta skipti. Það gerði mikið fyr­ir okk­ur og ég er nokkuð bjart­sýnn,“ sagði Alex Freyr Hilm­ars­son, fyr­irliði nýliða ÍBV í Bestu deild­inni í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is.

ÍBV hef­ur leik í Bestu deild­inni gegn Vík­ingi úr Reykja­vík í Vík­inni í kvöld. Alex Freyr sagði stöðuna á leik­manna­hópn­um vera góða stuttu áður en mótið hefst.

„Þeir sem hafa verið í meiðslum eru all­ir að skila sér til baka. Það er nokkuð gott. Svo náðum við eins og ég segi að æfa í fyrsta skipti sam­an þannig að maður er bú­inn að læra nöfn­in á öll­um og er bara nokkuð sátt­ur við það,“ sagði hann í létt­um dúr.

Ánægðir með að vera hérna

ÍBV hef­ur fengið til liðs við sig átta nýja leik­menn fyr­ir tíma­bilið og því ekki nema von að Alex Freyr hafi þurft að læra mörg ný nöfn.

Nýju leik­menn­irn­ir eru Arn­ór Ingi Krist­ins­son, Birg­ir Ómar Hlyns­son, Þor­lák­ur Breki Baxter, Omar Sowe, Jörgen Petter­sen, Jov­an Mitrovic, Mil­an Tomic og Matti­as Ede­land.

Spurður hvernig þeim hafi gengið að koma sér inn í hlut­ina hjá ÍBV sagði Alex Freyr:

„Bara þokka­lega. Ég held að maður sé nú bara ánægður með lang­flesta sem hafa komið nýir inn í þetta. Þeir virðast ánægðir með að vera hérna og við sem vor­um fyr­ir erum ánægðir að hafa þá.“

Mark­miðið að búa til skrímsli

Hver eru mark­mið ÍBV fyr­ir tíma­bilið?

„Það er góð spurn­ing. Mig lang­ar að segja að það sem við verðum að gera er að þróa okk­ar leikstíl frek­ar frá því í fyrra. Við verðum að reyna að ná meiri stjórn á leikj­um bæði sókn­ar- og varn­ar­lega.

Hvar við end­um í töfl­unni, ég veit ekki hvort við eig­um að fara að tala um ein­hver svo­leiðis mark­mið, en það er bara að byggja á því að þróa okk­ar leikstíl og búa til skrímsli.

Þá væri það gott að koma ÍBV á þann stað sem það á að vera á. Ég myndi segja að það væri gott mark­mið að stefna á,“ sagði fyr­irliðinn að lok­um í sam­tali við mbl.is.

ÍBV er spáð 11. sæti í Bestu deild­inni í ár í spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu á miðviku­dag. ÍBV heim­sæk­ir Vík­ing í Foss­vog­inn í 1. um­ferð í kvöld kl. 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert