„Erum ekki með eitthvað ákveðið sæti í huga“

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tíma­bilið leggst bara nokkuð vel í okk­ur í Garðabæn­um,“ sagði Guðmund­ur Kristjáns­son, fyr­irliði Stjörn­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Stjörn­unni er spáð fimmta sæti í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en liðið hafnaði í fjórða sæti deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð.

„Við erum bún­ir að æfa mjög vel í all­an vet­ur og kom­um inn í tíma­bilið í mjög góðu standi. Við erum fersk­ir líka og eft­ir­vænt­ing­in er mik­il. Heiðar Ægis­son sleit auðvitað kross­band í æf­inga­ferðinni okk­ar en að hon­um und­an­skild­um eru all­ir leik­menn liðsins heil­ir heilsu og klár­ir í slag­inn,“ sagði Guðmund­ur.

Einn leik­ur í einu

Hver eru mark­mið Stjörn­unn­ar fyr­ir tíma­bilið?

„Við erum með öfl­ug­an leik­manna­hóp og við stefn­um hátt. Við erum ekki að horfa mjög langt fram í tím­ann og við erum meira að horfa á einn leik í einu. Hjá okk­ur snýst þetta meira um skamm­tíma­mark­miðin og við vilj­um fyrst og fremst bæta okk­ur, leik frá leik. Við erum ekki með eitt­hvað ákveðið sæti í huga en við stefn­um auðvitað á það að standa okk­ur vel.“

Mik­il sam­keppni inn­an liðsins

Garðbæ­ing­ar hafa misst reynslu­mikla leik­menn á borð við Daní­el Lax­dal, Hilm­ar Árna Hall­dórs­son og Þór­ar­inn Inga Valdi­mars­son en á móti hafa reynslu­mikl­ir leik­menn komið inn í staðinn.

„Það hafa orðið ein­hverj­ar manna­breyt­ing­ar hjá okk­ur og leik­menn­irn­ir sem hafa komið fyr­ir tíma­bilið eru að mörgu leyti ólík­ir þeim sem hafa verið að fara frá okk­ur. Þetta eru allt öfl­ug­ir leik­menn og sam­keppn­in er mik­il um all­ar stöður, sem er mjög mik­il­vægt.

Ólíkt síðustu árum höf­um við verið að fá til okk­ar reynslu­mikla leik­menn, meðal ann­ars vegna þess að við höf­um misst reynslu­bolta frá síðustu leiktíð. Bland­an í leik­manna­hópn­um er mjög góð í ár og von­andi verður stöðug­leik­inn meiri en und­an­far­in ár með til­komu reynslu mik­illa leik­manna,“ bætti Guðmund­ur við í sam­tali við mbl.is.

Stjörn­unni er spáð 5. sæti í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en Garðbæ­ing­ar taka á móti FH í 1. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í kvöld, mánu­dags­kvöldið 7. apríl, klukk­an 19.15 í Garðabæn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert