Tveir Bestu deildar slagir í bikarnum

Fram og FH mætast í Úlfarsárdalnum.
Fram og FH mætast í Úlfarsárdalnum. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Tveir Bestu deild­ar slag­ir munu fara fram í 32-liða úr­slit­um bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu. ÍBV fær Vík­ing úr Reykja­vík í heim­sókn til Vest­manna­eyja og Fram og FH mæt­ast í Úlfarsár­daln­um.

Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag en enn á eft­ir að spila sjö leiki í ann­arri um­ferð keppn­inn­ar. Þeir verða leikn­ir frá næst­kom­andi miðviku­degi til næst­kom­andi mánu­dags.

Leik­irn­ir í 32-liða úr­slit­um verða spilaðir skömmu fyr­ir páska frá 17. til 19. apríl.

Drátt­ur­inn í heild sinni:

Kefla­vík – Leikn­ir R.
Tinda­stóll eða Völsung­ur – Þrótt­ur R.
Þór Ak­ur­eyri – Augna­blik eða ÍR
Grótta eða Víðir – ÍA
ÍBV – Vík­ing­ur R.
Stjarn­an – Njarðvík eða BF 108
KR – KÁ
Grinda­vík – Val­ur
Aft­ur­eld­ing – Hött­ur/​Hug­inn
Vík­ing­ur Ó. eða Smári – Úlfarn­ir
Breiðablik – RB eða Fjöln­ir
KA – KFA
ÍH eða Sel­foss – Hauk­ar
Fram – FH
Vestri – HK
Kári – Fylk­ir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert