Tveir Bestu deildar slagir munu fara fram í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. ÍBV fær Víking úr Reykjavík í heimsókn til Vestmannaeyja og Fram og FH mætast í Úlfarsárdalnum.
Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag en enn á eftir að spila sjö leiki í annarri umferð keppninnar. Þeir verða leiknir frá næstkomandi miðvikudegi til næstkomandi mánudags.
Leikirnir í 32-liða úrslitum verða spilaðir skömmu fyrir páska frá 17. til 19. apríl.
Drátturinn í heild sinni:
Keflavík – Leiknir R.
Tindastóll eða Völsungur – Þróttur R.
Þór Akureyri – Augnablik eða ÍR
Grótta eða Víðir – ÍA
ÍBV – Víkingur R.
Stjarnan – Njarðvík eða BF 108
KR – KÁ
Grindavík – Valur
Afturelding – Höttur/Huginn
Víkingur Ó. eða Smári – Úlfarnir
Breiðablik – RB eða Fjölnir
KA – KFA
ÍH eða Selfoss – Haukar
Fram – FH
Vestri – HK
Kári – Fylkir