Vonandi þarf ég ekki að spila þessa stöðu

Björn Daníel Sverrisson er fyrirliði FH.
Björn Daníel Sverrisson er fyrirliði FH. mbl.is/Óttar

FH hef­ur verið í vand­ræðum með miðverði á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu því Grét­ar Snær Gunn­ars­son og Ísak Óli Ólafs­son eru að glíma við meiðsli. Þá er Ólaf­ur Guðmunds­son far­inn í at­vinnu­mennsku.

„Það þarf að finna leið til að leysa það. Ísak verður frá í ein­hvern tíma og Böðvar hef­ur leyst þessa stöðu í síðustu leikj­um og gert það vel. Ég á von á að hann byrji í miðverðinum þegar tíma­bilið byrj­ar.

Við höf­um prófað ým­is­legt í þess­ari stöðu og m.a. mig en von­andi þarf ég ekki að spila þessa stöðu mikið meira. Við finn­um út úr þessu. Við erum með marga fram­bæri­lega leik­menn sem geta verið fjöl­hæf­ir. Við för­um ekki með áhyggj­ur af þessu inn í tíma­bilið, þá verður tíma­bilið bara leiðin­legt,“ sagði Björn Daní­el Sverris­son fyr­irliði FH við mbl.is.

Frá því viðtalið var tekið hef­ur FH bætt við sig hinum sterka Ahmad Faqa, sem var einn besti varn­ar­maður Bestu deild­ar­inn­ar árið 2023 er hann lék með HK.

FH hafnaði í 7. sæti í spá Morg­un­blaðsins sem birt var í miðviku­dags­blaðinu. FH mæt­ir grönn­um sín­um í Stjörn­unni í Garðabæn­um í 1. um­ferðinni í kvöld klukk­an 19.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert