Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann hlaut gegn KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag.
Aron fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Andra Fannars Stefánssonar í leiknum, sem lauk með 2:2 jafntefli.
Tveir leikmenn til viðbótar fengu rauð spjöld í fyrstu umferð og voru báðir úrskurðaðir í eins leiks bann. Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR, fékk tvö gul spjöld og þar með rautt.
Gylfi Þór Sigurðsson fékk þá beint rautt spjald fyrir grófa tæklingu í leik Víkings úr Reykjavík gegn ÍBV, sem lauk með 2:0-sigri Víkinga.