Aron fékk tveggja leikja bann

Andri Fannar Stefánsson og Aron Sigurðarson eigast við í leik …
Andri Fannar Stefánsson og Aron Sigurðarson eigast við í leik KA og KR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Aron Sig­urðar­son, fyr­irliði KR, var á fundi aga- og úr­sk­urðar­nefnd­ar KSÍ í dag úr­sk­urðaður í tveggja leikja bann vegna brott­vís­un­ar sem hann hlaut gegn KA í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar á sunnu­dag.

Aron fékk beint rautt spjald fyr­ir að slá til Andra Fann­ars Stef­áns­son­ar í leikn­um, sem lauk með 2:2 jafn­tefli.

Tveir leik­menn til viðbót­ar fengu rauð spjöld í fyrstu um­ferð og voru báðir úr­sk­urðaðir í eins leiks bann. Hjalti Sig­urðsson, leikmaður KR, fékk tvö gul spjöld og þar með rautt.

Gylfi Þór Sig­urðsson fékk þá beint rautt spjald fyr­ir grófa tæk­lingu í leik Vík­ings úr Reykja­vík gegn ÍBV, sem lauk með 2:0-sigri Vík­inga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert