Áttunda konan og átjánda þrennan fyrir Ísland

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir býr sig undir að taka aukaspyrnuna sem …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir býr sig undir að taka aukaspyrnuna sem hún skoraði úr fyrsta mark sitt og Íslands í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir varð í dag átt­unda kon­an til að skora þrennu eða fernu í leik með ís­lenska kvenna­landsliðinu í knatt­spyrnu þegar hún skoraði öll mörk liðsins í jafn­tefl­inu gegn Sviss á Þrótt­ar­vell­in­um, 3:3.

Alls hef­ur ís­lensk landsliðskona skorað þrennu eða fernu í átján skipti í lands­leik. Þar ber Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir höfuð og herðar yfir aðrar en hún skoraði fjór­um sinn­um þrennu og þris­var fernu fyr­ir ís­lenska landsliðið.

Hólm­fríður Magnús­dótt­ir skoraði þrjár þrenn­ur og Harpa Þor­steins­dótt­ir þrjár, og þá hafa Ásthild­ur Helga­dótt­ir, Rakel Ögmunds­dótt­ir, Olga Fær­seth, Dagný Brynj­ars­dótt­ir og nú Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir skorað sína þrenn­una eða fern­una hver.

Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir fagna í landsleik en …
Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir og Hólm­fríður Magnús­dótt­ir fagna í lands­leik en Mar­grét skoraði sjö sinn­um þrjú mörk eða fleiri í lands­leik og Hólm­fríður þris­var. Eggert Jó­hann­es­son

Þetta er hins veg­ar í fyrsta skipti sem ís­lensk kona skor­ar þrennu í lands­leik sem ekki end­ar með ís­lensk­um sigri.

Þrenn­urn­ar/​fern­urn­ar átján fyr­ir ís­lenska kvenna­landsliðið eru þess­ar:

1994 - Ásthild­ur Helga­dótt­ir, 4 mörk í sigri á Grikklandi, 6:1
2000 - Rakel Ögmunds­dótt­ir, 4 mörk í sigri á Rúm­en­íu, 8:0
2003 - Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Póllandi, 10:0
2004 - Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Skotlandi, 5:1
2004 - Olga Fær­seth, 3 mörk í sigri á Ung­verjalandi, 5:0
2006 - Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, 4 mörk í sigri á Portúgal, 6:0
2007 - Hólm­fríður Magnús­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Portúgal, 5:1
2008 - Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Slóven­íu, 5:0
2008 - Hólm­fríður Magnús­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Grikklandi, 7:0
2009 - Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, 4 mörk í sigri á Serbíu, 5:0
2009 - Hólm­fríður Magnús­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Eistlandi, 12:0
2009 - Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Eistlandi, 12:0
2011 - Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, 4 mörk í sigri á Búlgaríu, 6:0
2014 - Harpa Þor­steins­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Möltu, 8:0
2016 - Harpa Þor­steins­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Hvíta-Rússlandi, 5:0
2016 - Harpa Þor­steins­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Norður-Makedón­íu, 8:0
2020 - Dagný Brynj­ars­dótt­ir, 3 mörk í sigri á Lett­landi, 9:0
2025 - Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir, 3 mörk í jafn­tefli gegn Sviss, 3:3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert