Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð í dag áttunda konan til að skora þrennu eða fernu í leik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu þegar hún skoraði öll mörk liðsins í jafnteflinu gegn Sviss á Þróttarvellinum, 3:3.
Alls hefur íslensk landsliðskona skorað þrennu eða fernu í átján skipti í landsleik. Þar ber Margrét Lára Viðarsdóttir höfuð og herðar yfir aðrar en hún skoraði fjórum sinnum þrennu og þrisvar fernu fyrir íslenska landsliðið.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrjár þrennur og Harpa Þorsteinsdóttir þrjár, og þá hafa Ásthildur Helgadóttir, Rakel Ögmundsdóttir, Olga Færseth, Dagný Brynjarsdóttir og nú Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skorað sína þrennuna eða fernuna hver.
Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem íslensk kona skorar þrennu í landsleik sem ekki endar með íslenskum sigri.
Þrennurnar/fernurnar átján fyrir íslenska kvennalandsliðið eru þessar:
1994 - Ásthildur Helgadóttir, 4 mörk í sigri á Grikklandi, 6:1
2000 - Rakel Ögmundsdóttir, 4 mörk í sigri á Rúmeníu, 8:0
2003 - Margrét Lára Viðarsdóttir, 3 mörk í sigri á Póllandi, 10:0
2004 - Margrét Lára Viðarsdóttir, 3 mörk í sigri á Skotlandi, 5:1
2004 - Olga Færseth, 3 mörk í sigri á Ungverjalandi, 5:0
2006 - Margrét Lára Viðarsdóttir, 4 mörk í sigri á Portúgal, 6:0
2007 - Hólmfríður Magnúsdóttir, 3 mörk í sigri á Portúgal, 5:1
2008 - Margrét Lára Viðarsdóttir, 3 mörk í sigri á Slóveníu, 5:0
2008 - Hólmfríður Magnúsdóttir, 3 mörk í sigri á Grikklandi, 7:0
2009 - Margrét Lára Viðarsdóttir, 4 mörk í sigri á Serbíu, 5:0
2009 - Hólmfríður Magnúsdóttir, 3 mörk í sigri á Eistlandi, 12:0
2009 - Margrét Lára Viðarsdóttir, 3 mörk í sigri á Eistlandi, 12:0
2011 - Margrét Lára Viðarsdóttir, 4 mörk í sigri á Búlgaríu, 6:0
2014 - Harpa Þorsteinsdóttir, 3 mörk í sigri á Möltu, 8:0
2016 - Harpa Þorsteinsdóttir, 3 mörk í sigri á Hvíta-Rússlandi, 5:0
2016 - Harpa Þorsteinsdóttir, 3 mörk í sigri á Norður-Makedóníu, 8:0
2020 - Dagný Brynjarsdóttir, 3 mörk í sigri á Lettlandi, 9:0
2025 - Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, 3 mörk í jafntefli gegn Sviss, 3:3