„Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Karólína Lea í skallabaráttu í kvöld.
Karólína Lea í skallabaráttu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við viss­um að við gæt­um unnið leik­inn og með smá heppni í lok­in hefðum við stolið þessu en við verðum bara að taka jafn­teflið á okk­ur,“ sagði Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir eft­ir að hafa skorað þrennu í 3:3 jafn­tefli gegn Sviss í Þjóðadeild kvenna í knatt­spyrnu á Þrótt­ar­vell­in­um í Laug­ar­dal.

„Þetta var skelfi­leg­ur fyrri hálfleik­ur og svo feng­um við högg á okk­ur strax í seinni hálfleik en við sýnd­um gríðarleg­an karakt­er að koma til baka og spurn­ing­in var bara hvenær við mynd­um jafna leik­inn,“ sagði Karólína í viðtali við mbl.is eft­ir leik­inn.

Íslenska liðið lenti snemma 2:0 und­ir eft­ir dapr­ar 35 mín­út­ur í upp­hafi leiks og var lengi í gang.

„Auka­spyrn­an kom okk­ur aðeins í gang og svo skipt­um við um pressu í seinni sem virkaði mun bet­ur. Við fór­um beint á haf­sent­ana þeirra og vor­um enn þá þétt­ar á miðjunni og það gekk bara mun bet­ur.“

Skildi ekki hvað var í gangi

 Á fyrstu sek­únd­um seinni hálfleiks­ins fékk Ísland á sig sjálfs­mark eft­ir langa send­ingu til baka.

„Ég hef aldrei lent í öðru eins, ég skildi ekki hvað var í gangi en svona er bolt­inn og þetta var hrika­lega svekkj­andi en við viss­um að við mynd­um jafna. Ég skil ekki hvað gerðist í mark­inu en þetta gerðist og við kom­um til baka sem var sterkt.“

Íslenska liðið var manni fleiri í 20 mín­út­ur en Gér­aldine Reu­teler var rek­inn af velli. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér yf­ir­töl­una til þess að stela sigr­in­um.

„Það er mjög svekkj­andi að ná ekki að skora, við eig­um að ná alla­vega einu marki manni fleiri en þetta var upp og niður í dag og við verðum bara að taka stigið.“

 Karólína Lea skoraði öll mörk ís­lenska liðsins en jöfn­un­ar­markið var upp­á­halds markið henn­ar í kvöld.

„Skalla­markið! Ég hef aldrei skorað skalla­mark, held ég, með landsliðinu svo það var hrika­lega gam­an.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka