Karólína með þrennu í ótrúlegum leik

Ísland og Sviss skildu jöfn, 3:3, í ótrú­leg­um leik í 2. riðli A-deild­ar­inn­ar í Þjóðadeild kvenna í fót­bolta á Þrótt­ar­velli í dag. Ísland er með þrjú stig eft­ir fjóra leiki og á enn eft­ir að fagna fyrsta sigr­in­um í riðlin­um.

Síðustu tveir leik­ir Íslands í riðlin­um verða á móti Nor­egi á úti­velli 30. maí og Frakklandi á heima­velli 3. júní.

Leik­ur­inn byrjaði eins illa og hægt var fyr­ir Ísland því Gér­aldine Reu­teler skoraði eft­ir aðeins tveggja mín­útna leik. Hún slapp þá inn fyr­ir vörn Íslands og hafði næg­an tíma til að leggja bolt­ann í fjær.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem er búin …
Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir og Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir, sem er búin að skora öll þrjú mörk Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Smilla Vallotto tvö­faldaði for­skot sviss­neska liðsins á 17. mín­útu er hún kláraði vel í netið eft­ir send­ingu frá Reu­teler frá hægri.

Íslenska liðinu gekk mjög illa að skapa sér opin færi og Sviss var með góð tök á leikn­um. Landsliðsþjálf­ar­inn Þor­steinn Hall­dórs­son brást við með tvö­faldri skipt­ingu á 36. mín­útu.

Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir og Dagný Brynj­ars­dótt­ir komu þá inn á fyr­ir Sæ­dísi Rún Heiðars­dótt­ur og Berg­lindi Rós Ágústs­dótt­ur.

Við það batnaði leik­ur Íslands tölu­vert og það skilaði sér í marki í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks.

Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir náði í auka­spyrnu rétt utan teigs og Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir skoraði úr spyrn­unni. Átti El­vira Herzog í marki Sviss að gera bet­ur því hún missti bolt­ann klaufa­lega und­ir sig.

Flautaði danski dóm­ar­inn Frida Klar­lund til hálfleiks nán­ast um leið og bolt­inn fór í netið og voru hálfleikstöl­ur því 2:1, Sviss í vil.

Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arn­ar­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Seinni hálfleik­ur byrjaði enn verr en sá fyrri því Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir skoraði sjálfs­mark eft­ir tæp­ar 20 sek­únd­ur. Hún ætlaði þá að gefa til baka á Cecil­íu í mark­inu, 40-45 metr­um frá marki en markvörður­inn missti af bolt­an­um og hann fór í hornið.

Íslenska liðið svaraði vel því tæp­um fimm mín­út­um síðar skoraði Karólína Lea sitt annað mark og annað mark Íslands. Markið kom eft­ir að Svein­dís vann bolt­ann ná­lægt víta­teig Sviss og lagði bolt­ann út á Karólínu sem kláraði með föstu skoti.

Karólína var ekki hætt því hún full­komnaði þrenn­una á 62. mín­útu er hún jafnaði í 3:3 með skalla af stuttu færi eft­ir að Ingi­björg Sig­urðardótt­ir skallaði bolt­ann áfram eft­ir langt innkast frá Svein­dísi.

Karólína Lea í skallabaráttu.
Karólína Lea í skalla­bar­áttu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Það dró til tíðinda á 69. mín­útu er Reu­teler fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyr­ir leik­ara­skap en hún reyndi að ná í víti með því að handa sér niður inn­an teigs.

Íslenska liðið sótti mikið eft­ir markið og skapaði sér nokkuð af fær­um. Herzog stóð hins veg­ar vakt­ina vel í mark­inu og varði nokkr­um sinn­um vel og skiptu liðin því með sér stig­un­um.

Cecil­ía Rán Rún­ars­dótt­ir gerði líka vel í upp­bót­ar­tíma leiks­ins þegar hún varði vel hættu­lega auka­spyrnu frá Ramonu Bachmann.

Ísland 3:3 Sviss opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert