„Þetta var bara misskilningur“

Daný Brynjarsdóttir og Cecilia Rán Rúnarsdóttir.
Daný Brynjarsdóttir og Cecilia Rán Rúnarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var furðuleg byrj­un. Við lend­um 2:0 und­ir, tök­um svo liðsfund og mér finnst við svo stíga upp eft­ir það,“ sagði Cecilia Rán Rún­ars­dótt­ir, markmaður ís­lenska landsliðsins, eft­ir 3:3-jafn­tefli gegn Sviss í Þjóðadeild kvenna í knatt­spyrnu í kvöld.

„Við vor­um óheppn­ar í þriðja mark­inu en það þarf sterk­an haus í að halda áfram og mér fannst við gera það og gera það vel. Við átt­um skilið fleiri stig úr þess­um leik,“ sagði Cecilia í viðtali við mbl.is eft­ir leik­inn

 Íslenska liðið náði að minnka mun­inn í 2:1 á loka­mín­útu fyrri hálfleiks en strax í upp­hafi seinni hálfleiks skoraði Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir sjálfs­mark þegar hún sendi langa send­ingu til baka á Ceciliu. 

„Þetta var bara mis­skiln­ing­ur um staðsetn­ingu og mis­tök. Mis­tök ger­ast í fót­bolta og það er ekki hægt að flýja þau. 

Það gerðist og það er ekki hægt að breyta því. Maður verður að hugsa fram á við og halda áfram og mér fannst við og liðið gera það,“ sagði Cecilia um markið.

Hvað fer í gegn­um haus­inn á þér eft­ir þriðja markið?

„Ég hafði alltaf trú á að við mynd­um jafna og þegar við jöfnuðum þá höfðum við trú á að við mynd­um vinna leik­inn. Í fót­bolta verður maður að vera í nú­inu. Maður má ekki hugsa of mikið um fortíðina né framtíðina.

Íslenska liðið var manni fleiri í 20 mín­út­ur und­ir lok leiks en náði ekki að skora á þeim tíma. 

„Við feng­um færi til þess og þrjú mörk eiga að vera nóg til þess að vinna fót­bolta­leiki. Eft­ir að við jöfnuðum þá feng­um við færi til þess að vinna leik­inn en það datt ekki í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert