„Þetta var skítamark“

Ingibjörg, númer sex, að fagna með íslenska liðinu í kvöld.
Ingibjörg, númer sex, að fagna með íslenska liðinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við mætt­um ekki til leiks. Við vor­um ekki með neina orku, vor­um ekki að gera það sem við lögðum upp með og þá refsa þær okk­ur,“ sagði Ingi­björg Sig­urðardótt­ir, fyr­irliði ís­lenska landsliðsins í knatt­spyrnu, eft­ir 3:3-jafn­tefli gegn Sviss í Þjóðadeild­inni í kvöld.

Íslenska liðið lenti 2:0 und­ir snemma í leikn­um en náði að minnka mun­inn í 2:1 und­ir lok fyrri hálfleiks.

„Við skor­um mark rétt fyr­ir hálfleik og það gef­ur okk­ur auka orku. Í byrj­un leiks erum við á hæl­un­um og sam­skipti eru ekki til staðar.

Hlut­ir sem við töluðum um fyr­ir leik og viss­um að þær myndu koma með voru hlaup á bak við línu og sam­skipti voru ekki þar. Við vor­um ekki að taka ábyrgð og þá ger­ist þetta.

Í seinni hálfleik þá erum við allt annað lið og sýn­um hverj­ar við erum sem var ótrú­lega mik­il­vægt,“ sagði Ingi­björg í viðtali við mbl.is eft­ir leik­inn.

Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir varð fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark á fyrstu mín­útu seinni hálfleiks þegar hún sendi bolt­ann til baka og Ísland þá 3:1 und­ir.

„Þetta var skíta­mark og svona ger­ist en þetta er pirr­andi því mér fannst við koma vel inn í þess­ar fyrstu sek­únd­ur. Við vor­um góðar, við náum að pressa þær, þær fara aft­ar á völl­inn og svo vinn­um við bolt­ann og þá fær maður góða til­finn­ingu en síðan ger­ist þetta.

„Shit happ­ens“, við verðum bara að halda áfram og Munda fær stórt hrós fyr­ir að stíga upp eft­ir þetta því þetta er al­gjör óheppni.

Íslenska liðið svaraði því vel en Karólína Lea minnkaði mun­inn í 3:2, fjór­um mín­út­um eft­ir sjálfs­markið.

„Það er mjög já­kvætt að svara þessu svona, við þurf­um að taka það út úr þessu. Við gáf­umst aldrei upp og við vor­um alltaf viss­ar um það að við mynd­um koma til baka. Dagný og Munda komu ótrú­lega sterkt inn í þetta og líka þær sem komu inn á í seinni hálfleik. Þetta var mjög já­kvætt.“

Karólína Lea skoraði þrennu í kvöld.
Karólína Lea skoraði þrennu í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Íslenska liðið var manni fleiri síðustu 20 mín­út­ur leiks­ins en náði ekki að nýta sér yf­ir­töl­una til þess að vinna leik­inn 

„Það er ótrú­lega svekkj­andi, við átt­um að vinna þenn­an leik. Við feng­um fullt af fær­um en síðan þurf­um við að skoða hvernig við get­um skorað meira þegar við fáum svona mikið af fær­um.

Við náum að nýta föstu leik­atriðin í dag sem er ótrú­lega mik­il­vægt fyr­ir okk­ur en það er svekkj­andi að vinna ekki.

Íslenska liðið mæt­ir næst Nor­egi úti og svo Frakklandi heima en liðinu hef­ur ekki tek­ist að vinna leik í riðlin­um hingað til. 

„Við feng­um tvö stig í þess­um glugga sem þýðir að við verðum að vinna Nor­eg. Ég er ekki al­veg búin að reikna þetta út en við ætl­um að vinna. Við þurf­um sig­ur og við ætl­um ekki að fara í gegn­um riðlakeppn­ina án þess að vinna. Ég held við verðum hungraðar í sig­ur í næsta verk­efni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert