Mikill reynslubolti í Árbæinn

Laufey Björnsdóttir í leik með KR.
Laufey Björnsdóttir í leik með KR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knatt­spyrnu­deild Fylk­is hef­ur samið við hina reynslu­miklu Lauf­eyju Björns­dótt­ur og mun hún leika með liðinu á kom­andi tíma­bili.

Lauf­ey, sem er á 35. ald­ursári, hef­ur leikið 249 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim 25 mörk. Þá á hún einnig 20 leiki í 1. deild og þrjú mörk. Hún lék með Fylki á ár­un­um 2008 til 2012.

Hún hef­ur einnig leikið með HK, KR, Val, Breiðabliki og Þór/​KA/​KS, sem nú heit­ir aðeins Þór/​KA.

Fylk­ir féll úr Bestu deild­inni á síðustu leiktíð og freist­ar þess að fara aft­ur upp í deild þeirra bestu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka