Bestur í fyrstu umferðinni

Ásgeir Sigurgeirsson skorar fyrra mark KA í jafnteflisleiknum gegn KR …
Ásgeir Sigurgeirsson skorar fyrra mark KA í jafnteflisleiknum gegn KR á sunnudaginn. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Ásgeir Sig­ur­geirs­son, sókn­ar­maður bikar­meist­ara KA, var besti leikmaður­inn í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta að mati Morg­un­blaðsins.

Ásgeir lék mjög vel, skoraði fyrra mark Ak­ur­eyr­arliðsins og lagði upp það seinna þegar það gerði jafn­tefli, 2:2, við KR í fjör­ug­um leik á KA-vell­in­um á sunnu­dag­inn. Hann fékk tvö M fyr­ir frammistöðu sína í leikn­um.

Spilaði fyrst 14 ára

Ásgeir er 28 ára gam­all Hús­vík­ing­ur sem leik­ur nú sitt tí­unda keppn­is­tíma­bil með KA. Hann byrjaði að spila með meist­ara­flokki Völsungs aðeins 14 ára gam­all árið 2011 og lék með liðinu í þrjú ár, tvö í 2. deild og svo eitt ár í 1. deild, en var síðan í röðum norska fé­lags­ins Stabæk í tvö ár, 2014 og 2015, og spilaði þar með ung­lingaliði.

Nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag og þar er birt fyrsta úr­valslið árs­ins 2025 í Bestu deild karla.

Ásgeir Sigurgeirsson fagnar markinu gegn KR ásamt Bjarna Aðalsteinssyni, til …
Ásgeir Sig­ur­geirs­son fagn­ar mark­inu gegn KR ásamt Bjarna Aðal­steins­syni, til vinstri, sem átti frá­bæra send­ingu á hann. Ljós­mynd/Þ​órir Tryggva­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka