Líklegar til að verja titil

Breiðablik varð Íslandsmeistari 2024 eftir hreinan úrslitaleik gegn Val á …
Breiðablik varð Íslandsmeistari 2024 eftir hreinan úrslitaleik gegn Val á Hlíðarenda í lokaumferðinni. mbl.is/Ólafur Árdal

Lið Breiðabliks er afar lík­legt til að verja Íslands­meist­ara­titil kvenna í knatt­spyrnu á kom­andi keppn­is­tíma­bili en keppni í Bestu deild kvenna 2025 hefst á þriðju­dag­inn kem­ur.

Þetta er niðurstaðan í ár­legri spá Morg­un­blaðsins og mbl.is þar sem starfs­fólk íþrótta­deild­ar og aðrir knatt­spyrn­u­sér­fræðing­ar á rit­stjórn­inni, alls 20 manns, greiddu at­kvæði.

All­ir nema þrír töldu að Breiðablik yrði Íslands­meist­ari árið 2025. Þeir spáðu Val sigri en tveir til viðbót­ar spáðu Valsliðinu þriðja sæt­inu, á eft­ir Þór/​KA í öðru til­fell­inu og á eft­ir Vík­ingi í hinu.

Þrótt­ur úr Reykja­vík varð hins veg­ar í þriðja sæt­inu í spánni, einu stigi fyr­ir ofan Þór/​KA en sam­kvæmt sér­fræðing­un­um kem­ur það í hlut nýliðanna tveggja í Fram og Aust­fjarðaliðinu FHL að falla á ný úr deild­inni, Fram þó eft­ir harða bar­áttu við Tinda­stól.

Blikar enn sterk­ari?

Bjart­sýni fyr­ir hönd Breiðabliks er á rök­um reist en Kópa­vogsliðið kem­ur lík­lega enn sterk­ara til leiks en í fyrra þegar það hafði bet­ur gegn Val eft­ir hrein­an úr­slita­leik liðanna á Hlíðar­enda í lokaum­ferðinni.

Varn­ar­maður­inn Heiðdís Lillýj­ar­dótt­ir og fram­herj­inn Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir snúa aft­ur til Breiðabliks og þar bæt­ist mik­il reynsla í hóp­inn. Þær koma í staðinn fyr­ir fyr­irliðann Ástu Eir Árna­dótt­ur sem lagði skóna á hill­una og Vig­dísi Lilju Kristjáns­dótt­ur sem fór til And­er­lecht í Belg­íu. Hin banda­ríska Kat­her­ine Devine kem­ur í markið í stað Telmu Ívars­dótt­ur sem fór til Ran­gers í Skotlandi.

Í Morg­un­blaðinu í dag er fjallað um liðin tíu í Bestu deild kvenna og farið vel yfir spána sem er birt í blaðinu. Einnig er hægt að lesa blaðið í nýja M-app­inu, Mogg­an­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka