Markadrottningin getur spilað með Val

Elín Metta Jensen, til hægri, í leik með Val gegn …
Elín Metta Jensen, til hægri, í leik með Val gegn Breiðabliki fyrir þremur árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elín Metta Jen­sen, fyrr­ver­andi landsliðskona í knatt­spyrnu og ein marka­hæsta knatt­spyrnu­kona lands­ins á seinni árum, er kom­in til liðs við Vals á nýj­an leik.

Elín tók fram skóna á ný eft­ir hálfs árs hlé með Þrótti tíma­bilið 2023 en var síðan í barneigna­fríi á síðasta ári. Hún hóf æf­ing­ar með Val fyr­ir nokkr­um vik­um og hef­ur nú fengið leik­heim­ild með Hlíðar­endaliðinu á ný. Hún gæti því tekið þátt í leikn­um ár­lega í Meist­ara­keppni KSÍ þegar Breiðablik og Val­ur mæt­ast á Kópa­vogs­velli annað kvöld.

Elín Metta er ní­unda marka­hæsta knatt­spyrnu­kon­an í sögu efstu deild­ar með 134 mörk í 189 leikj­um. Þar af eru 132 mörk fyr­ir Val en hún er næst­leikja­hæst í sögu fé­lags­ins á eft­ir Mar­gréti Láru Viðars­dótt­ur. 

Hún skoraði 18 mörk fyr­ir Val í deild­inni árið 2012, þegar hún deildi marka­drottn­ing­ar­titl­in­um með Söndru Maríu Jessen, og 17 mörk árið 2013 þegar hún varð næst­marka­hæst. Þá var hún með 16 mörk bæði 2017 og 2019 og varð næst­marka­hæst í fyrra skiptið, og deildi titl­in­um með Berg­lindi Björgu Þor­valds­dótt­ur og Hlín Ei­ríks­dótt­ur árið 2019.

Þá hef­ur Elín Metta, sem er þrítug, skorað 16 mörk í 62 lands­leikj­um fyr­ir Íslands hönd. Hún kom við sögu með landsliðinu bæði á EM 2013 og EM 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert