Methafi á að leysa Monicu af

Markvörðurinn Monica Wilhelm hefur átt stóran þátt í að halda …
Markvörðurinn Monica Wilhelm hefur átt stóran þátt í að halda Tindastóli í Bestu deildinni undanfarin tvö ár. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tinda­stóll á Sauðár­króki hef­ur náð í banda­rísk­an markvörð til að leysa af hólmi Monicu Wil­helm sem hef­ur varið mark liðsins í Bestu deild­inni í fót­bolta með góðum ár­angri und­an­far­in tvö ár.

Það er Genevieve Crens­haw, sem hef­ur átt glæsi­leg­an fer­il með Boise-há­skól­an­um í Ida­ho í Banda­ríkj­un­um og sló fjölda meta á sínu síðasta tíma­bili þar, að halda mark­inu hreinu og taka þátt í sig­ur­göngu liðsins.

Crens­haw er kom­in með leik­heim­ild og get­ur því varið mark Tinda­stóls í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar næsta miðviku­dag þegar liðið fær FHL í heim­sókn á Sauðár­krók.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka