Mæðgur spiluðu saman í úrslitaleiknum

Ísabella Anna Kjartansdóttir og Harpa Ásgeirsdóttir.
Ísabella Anna Kjartansdóttir og Harpa Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Sel­foss hafði bet­ur gegn Völsungi, 1:0, í úr­slita­leik deilda­bik­ars kvenna í C-deild í knatt­spyrnu á Sel­fossi í gær.

Mæðgurn­ar Harpa Ásgeirs­dótt­ir og Ísa­bella Anna Kjart­ans­dótt­ir spila með Völsung en Harpa kom inn á á 43. mín­útu leiks­ins og á 68. mín­útu kom dótt­ir henn­ar inn á.

Ísa­bella er fædd árið 2011 og upp­al­in í Völsungi og spilaði þrjá leiki fyr­ir liðið, sem er í 2. deild, á síðasta tíma­bili.

Harpa spilaði einnig fyrstu meist­ara­flokks­leiki sína með Þór/​KA/​KS en það var árið 2003 áður en hún fór í Völsung. Hún hef­ur einnig spilað með KR og Aft­ur­eld­ingu og hef­ur spilað 125 leiki í næ­stefstu deild og 11 í efstu deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert