Megum ekki sofa á verðinum

Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram.
Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Við ætl­um að stimpla okk­ur inn sem fé­lag í efstu deild,“ sagði Óskar Smári Har­alds­son, þjálf­ari kvennaliðs Fram, á kynn­ing­ar­fundi Bestu deild­ar kvenna í Kópa­vogi á föstu­dag­inn var. 

Fram leik­ur í fyrsta sinn í efstu deild í 37 ár og er mik­il eft­ir­vænt­ing fyr­ir því í Úlfarsár­dal. 

„Stemn­ing­in er frá­bær og það er gríðarlega mik­il spenna og eft­ir­vænt­ing í hópn­um. All­ir eru spennt­ir að byrja mótið,“ sagði Óskar Smári. 

All­ir leik­ir erfiðir

Þrótt­ur úr Reykja­vík er fyrsti mót­herji Fram­ara á þriðju­dag­inn kem­ur. Þrótt­ur­um er spáð góðu gengi á tíma­bil­inu. Fyrsti heima­leik­ur Framliðsins verður síðan gegn FH. Í þriðju um­ferðinni bíður síðan krefj­andi verk­efni en þá heim­sækja Fram­kon­ur Íslands­meist­ara Breiðabliks. 

„Þetta leggst mjög vel í mig. Þrótt­arliðið er vel mannað og búið að gera vel í vet­ur. Þær líta mjög vel út. Við vit­um að það verður erfiður og krefj­andi leik­ur en á sama tíma ætl­um við okk­ur þrjú stig úr þeim leik og nálg­umst hann þannig. 

Þetta verður erfiður leik­ur eins og all­ir leik­ir í deild­inni. Að byrja fyrstu tvo úti­leik­ina gegn Þrótti og Breiðabliki er gott. Við bíðum mjög spennt eft­ir að koma í Laug­ar­dal­inn á þriðju­dag­inn.“

Ætla afsanna all­ar spár

Frömur­um var spáð ní­unda sæt­inu í úr­vals­deild­inni í ár af leik­mönn­um deild­ar­inn­ar sem myndi þýða fall í næ­stefstu deild á ný. Þó var einnig spáð að Framliðið kæmi mest á óvart. 

„Það vita ekki all­ir allt um okk­ur. Við erum með nýja leik­menn í liðinu sem hafa ekki spilað í efstu deild áður. Þeir leik­menn sem hafa spilað í efstu deild og eru hjá okk­ur eru öfl­ug­ar stærðir. 

Við get­um komið á óvart og fallið en líka ekki komið á óvart og ekki fallið. Okk­ur er búið að vera spáð átt­unda, ní­unda og tí­unda sæti á þrem­ur miðlum og þetta eru þrjú sæti sem við ætl­um okk­ur ekki að vera í. Það verður gam­an þegar verður talið úr pok­an­um í lok tíma­bils og við get­um afsannað all­ar spár. 

Við ætl­um að halda í okk­ar gildi, núm­er eitt, tvö og þrjú. Við ætl­um að halda áfram að þrosk­ast og þró­ast, stækka og verða betri í öll­um hlut­um leiks­ins. Við ætl­um að læra af þeim mis­tök­um sem við ger­um og vera besta út­gáf­an af sjálf­um okk­ar. 

Við ætl­um að fara í hvern ein­asta leik til að vinna hann. Við ætl­um að stimpla okk­ur inn sem efstu­deild­ar­fé­lag.“

Stemn­ing­in hef­ur verið góð hjá kvennaliði Fram und­an­far­in ár. Óskar Smári seg­ir að það verði að halda áfram. 

„Fyrst og fremst þurf­um við að halda áfram að vinna þá frá­bæru vinnu sem við höf­um unnið á sam­fé­lags­miðlum. Við þurf­um að halda áfram að láta sam­fé­lagið taka þátt í þeirri upp­bygg­inu sem er í gangi í fé­lag­inu. 

Það hef­ur verið gríðarleg stemn­ing hjá kvennaliðinu und­an­far­in ár, ein­fald­lega því það hef­ur gengið vel. Þá hef­ur mikið verið lagt í liðið og um­gjörðin í kring­um al­gjör­lega frá­bær hjá fé­lag­inu. Við meg­um ekki sofa á verðinum held­ur halda áfram að bæta okk­ur í öll­um hlut­um leiks­ins,“ bætti Óskar Smári við í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka