Er ótrúlega stolt af sjálfri mér

Elísa Viðarsdóttir.
Elísa Viðarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elísa Viðars­dótt­ir, fyr­irliði Vals í knatt­spyrnu, viður­kenn­ir að hafa viljað spila meira á síðasta tíma­bili en hún var þá í auka­hlut­verki.

Elísa sneri aft­ur stuttu eft­ir barns­b­urð á síðasta tíma­bili en Banda­ríkja­kon­an Hailey Whita­ker var á und­an henni í gogg­un­ar­röðinni allt tíma­bilið.

„Já, að sjálf­sögðu hefði ég viljað spila meira en ég virði líka þjálf­arat­eymið að hafa kosið aðra leik­menn sem voru að spila. En ég er ótrú­lega sátt við mitt, ég gerði allt sem ég gat og svo var það bara þjálf­ar­anna að meta það.

Staðan var sú að ég fékk lít­inn spil­tíma en þá reyndi ég bara að gefa af mér á öðrum stöðum. Þá er helst að nefna utan vall­ar. Ég er líka ótrú­lega stolt af sjálfri mér að hafa tek­ist á við aðstæður sem voru al­veg krefj­andi, að vera meira á bekkn­um.

Ég held að það hafi líka gefið mér aukna vídd sem leiðtogi, að setja mig í spor annarra. Að sitja á bekkn­um en þurfa samt að vera góður liðsfé­lagi og gefa af mér á ann­an hátt. Það er svo­lítið það sem ég tek með mér eft­ir síðasta tíma­bil,“ sagði Elísa í sam­tali við mbl.is.

Veit hvað ég get

Í ár virðist öld­in önn­ur hjá henni. Elísa hef­ur spilað alla leiki Vals á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu og end­ur­heimti sæti sitt í landsliðinu á dög­un­um. Spurð hvort hún væri sér­stak­lega ákveðin í að sýna hvað í sér býr eft­ir von­brigði síðasta árs sagði Elísa:

„Ég veit hvað ég get sem fót­bolta­kona. Mér finnst ég ekki þurfa að sýna eða sanna neitt fyr­ir nein­um nema bara sjálfri mér. Ég kem mjög vel móti­veruð inn í tíma­bilið.

Ég hlakka til að spila fót­bolta og gera vel fyr­ir mig og mitt lið. Það er svona minn fókus núna. Ég þarf ekki að sanna neitt fyr­ir nein­um, bara að gera þetta fyr­ir sjálfa mig og Val.“

Val­ur hafn­ar í 2. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Val­ur fær FH í heim­sókn á Hlíðar­enda í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar klukk­an 18 á miðviku­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka