Langaði rosalega mikið að vinna uppeldisfélagið

Daníel með boltann í leik kvöldsins. Bjarni Aðalsteinsson tæklar, en …
Daníel með boltann í leik kvöldsins. Bjarni Aðalsteinsson tæklar, en þeir léku saman í KA í mörg ár. mbl.is/Ólafur Árdal

Daní­el Haf­steins­son, leikmaður Vík­ings, átti skín­andi fín­an leik í sigri á upp­eld­is­fé­lagi sínu KA, 4:0, í 2. um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu í Vík­inni í kvöld.

„Ég er mjög ánægður. Ég var mjög stressaður fyr­ir þess­um leik, þetta var skrít­in til­finn­ing því ég þekki þessa stráka alla. Ég er bara mjög ánægður með sig­ur­inn.

Þetta var klár­lega öðru­vísi en aðrir leik­ir. Ég veit ekki al­veg hvað það var, það er eig­in­lega ekki hægt að út­skýra það. Maður veit að þeir vita ná­kvæm­lega hvað hreyf­ingu ég er að fara að gera og öf­ugt. Þetta var skrítið en mjög gam­an samt, mig langaði rosa­lega mikið að vinna þenn­an leik þó að þetta sé upp­eld­is­fé­lagið.“

Vík­ing­ar byrjuðu leik­inn af krafti og var staðan orðin 3:0 eft­ir tæp­lega 25 mín­út­ur.

„Það er auðvitað bara drauma­byrj­un þegar maður er 2:0-yfir eft­ir kort­er. Ef maður gæti gert þetta í öll­um leikj­um væri það auðvitað bara frá­bært.“

Daní­el hef­ur farið virki­lega vel af stað í Vík­ing­streyj­unni og seg­ist mjög ánægður í Vík­inni.

„Klár­lega. Ég er mjög ánægður með þessi skipti, gam­an að vera part­ur af þess­um stóra hópi. Ég er bú­inn að fá að spila slatta sem eru bara for­rétt­indi svo ég er bara sátt­ur, inn­an vall­ar sem utan.“

Vík­ing­ar voru án margra mik­il­vægra leik­manna í kvöld sem sýn­ir hversu sterk breidd­in er í liðinu.

„Al­gjör­lega. Við erum með mjög marga frá­bæra leik­menn utan hóps en náum samt að stilla upp mjög sterku liði. Þetta er al­vöru hóp­ur og gott að geta nýtt hann þegar menn eru meidd­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert