Mikill heiður að vera fyrirliði hjá uppeldisfélaginu

Agla María Albertsdóttir, númer 7, og Ásta Eir, númer 13, …
Agla María Albertsdóttir, númer 7, og Ásta Eir, númer 13, með fyrirliðabandið. mbl.is/Óttar

Agla María Al­berts­dótt­ir tók við fyr­irliðaband­inu hjá fót­boltaliði Breiðabliks eft­ir að Ásta Eir Árna­dótt­ir lagði skóna á hill­una eft­ir síðasta tíma­bil.

„Það breyt­ir ekki hvernig ég nálg­ast hlut­ina en það eru fleiri verk­efni sem ég tek að mér. Ég er sama týpa og ég var. Það er samt mik­ill heiður að vera fyr­irliði hjá upp­eld­is­fé­lag­inu,“ sagði Agla María við mbl.is um fyr­irliðabandið.

En hvað ger­ir Öglu Maríu að góðum fyr­irliða?

„Ég leiði með góðu for­dæmi og ég vil alltaf vinna. Ég er til í að gera allt sem þarf til að aðrir leik­menn blómstri í kring­um mig,“ sagði hún.

Breiðabliki er spáð efsta sæti af Morg­un­blaðinu en spá­in var birt í fimmtu­dags­blaðinu. Liðið byrj­ar tíma­bilið á granna­slag við Stjörn­una á heima­velli á þriðju­dags­kvöld klukk­an 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert