Mögnuð endurkoma Fram gegn Breiðabliki

Guðmundur Magnússon fagnar marki í kvöld.
Guðmundur Magnússon fagnar marki í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram vann Breiðablik, 4:2, eft­ir magnaða end­ur­komu í 2. um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta á Fram­vell­in­um í Úlfarsár­dal í kvöld. 

Staðan í hálfleik var 2:0 fyr­ir Breiðabliki en á ell­efu mín­útna kafla í seinni hálfleik skoruðu heima­menn fjög­ur mörk og tryggðu sér sæt­an sig­ur. 

Fram er með þrjú stig í öðru sæti deild­ar­inn­ar en Breiðablik er með jafn­mörg í sjötta. 

Það var mik­ill vind­ur í Úlfarsár­dal í kvöld og hafði það tölu­verð áhrif á leik­inn. Leik­mönn­um Breiðabliks gekk þó bet­ur að spila bolt­an­um en þeir spiluðu með vindi í fyrri hálfleik.

Eft­ir frek­ar ró­lega byrj­un voru það gest­irn­ir sem komust yfir en á 17. mín­útu leiks­ins voru Arn­ór Gauti Jóns­son og Fred í mik­illi bar­áttu á miðjum vell­in­um sem endaði þannig að Fred dett­ur og bolt­inn hrekk­ur til Ant­ons Loga Lúðvíks­son­ar og hann er fljót­ur að senda á Óla Val Ómars­son sem tek­ur sprett­inn upp vinstri kant­inn og keyr­ir inn að marki Fram og set­ur bolt­ann í fjar­hornið fram­hjá Ólafi Íshólm Ólafs­syni, mark­manni Fram. Virki­lega smekk­lega gert hjá Óla Val.

Simon Tibbling úr Fram með boltann í kvöld. Aron Bjarnason …
Simon Tibbling úr Fram með bolt­ann í kvöld. Aron Bjarna­son elt­ir. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Eft­ir þetta var Breiðablik meira með bolt­ann en leik­menn Fram áttu þó sín­ar skynd­isókn­ir en náðu aldrei að koma sér í al­vöru færi. Það var helst eft­ir horn­spyrn­ur Fram að það skapaðist hætta við mark gest­anna en heima­menn náðu ekki að nýta sér það. Það var svo á 38. mín­útu leiks­ins sem Breiðablik komst í 2:0 en þá átti Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son góða send­ingu á Aron Bjarna­son á hægri kant­in­um sem setti fast­an bolta fyr­ir mark Fram og þar kom Tobi­as Thomsen á ferðinni og setti bolt­ann í netið af stuttu færi.

Það voru heima­menn sem byrjuðu bet­ur í seinni hálfleik og það munaði litlu að Kyle McLag­an minnkaði mun­inn fyr­ir Fram á 52. mín­útu leiks­ins en þá fékk hann send­ingu inn á markteig­inn en skot hans var beint á Ant­on Ara.

Aðeins tveim­ur mín­út­um síðar fékk Már Ægis­son svipað færi og það fór sömu leið eða beint í hend­urn­ar á Ant­oni Ara. Á 63. mín­útu fékk Kennie Chopart svo gott færi en aft­ur var Ant­on Ari vel með á nót­un­um og varði skall­ann frá Kennie.

Það var síðan loks­ins á 72. mín­útu að heima­menn náðu að koma bolt­an­um í netið en eft­ir horn­spyrnu Fram var mik­ill hama­gang­ur í teig Breiðabliks og bolt­inn barst út á Simon Tibbling sem lét vaða á markið en skotið fór í varn­ar­mann og bolt­inn datt fyr­ir fæt­ur Sig­ur­jóns Rún­ars­son­ar sem setti bolt­ann í netið.

Óli Valur Ómarsson kemur Breiðabliki yfir í kvöld.
Óli Val­ur Ómars­son kem­ur Breiðabliki yfir í kvöld. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Þetta gaf leik­mönn­um Fram greini­lega mik­inn kraft því aðeins þrem­ur mín­út­um síðar jafnaði Kennie Chopart met­in með góðu skoti fyr­ir utan teig­inn. Það var svo Guðmund­ur Magnús­son sem kom Fram í 3:2 á 80. mín­útu leiks­ins en hann var vel með á nót­un­um eft­ir að Ant­on Ari hafði varið skot frá Vuk og setti bolt­ann í markið af stuttu færi. Guðmund­ur var svo aft­ur á ferðinni á 83. mín­útu leiks­ins en þá missti Vikt­or Örn bolt­ann frá sér og Guðmund­ur nýtti sér það svo sann­ar­lega og vippaði skemmti­lega yfir Ant­on Ara og tryggði Fram 4:2 sig­ur í ótrú­leg­um leik.

Þessi úr­slit þýða að bæði lið eru með þrjú stig eft­ir tvær um­ferðir í Bestu deild karla.

Um næstu verður spilað í Mjólk­ur­bik­arn­um en á laug­ar­dag­inn á Fram heima­leik gegn FH í 32-liða úr­slit­um. Breiðablik spil­ar einnig á heima­velli í 32-liða úr­slit­um en mót­herj­ar þeirra verða annað hvort RB eða Fjöln­ir en þau lið mæt­ast á mánu­dag­inn um það hvort liðið spil­ar við Breiðablik á Kópa­vogs­velli á föstu­dag­inn klukk­an 19:15.

Næsti leik­ur Fram í Bestu deild­inni er úti­leik­ur við ÍBV en sá leik­ur fer fram fimmtu­dag­inn 24. apríl klukk­an 17:00. Breiðablik á aft­ur á móti heima­leik við Stjörn­una miðviku­dag­inn 23. apríl klukk­an 19:15.

Fram 4:2 Breiðablik opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert