Sannfærandi Víkingar ekki í vandræðum gegn KA

Vík­ing­ur vann afar sann­fær­andi sig­ur á KA í Vík­inni í 2. um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld, 4:0. Vík­ing­ur er með fullt hús stiga eft­ir tvær um­ferðir en KA er með eitt stig.

Staðan í leikn­um var orðin 3:0 eft­ir rúm­lega 20 mín­út­ur og var leikn­um því svo gott sem lokið í fyrri hálfleik eft­ir frá­bæra byrj­un Vík­ings. Vík­ing­ur var án margra lyk­ilmanna en Oli­ver Ekroth, Gunn­ar Vatn­ham­ar, Gylfi Þór Sig­urðsson, Aron Elís Þránd­ar­son og Ni­kolaj Han­sen voru meðal annarra ekki með í kvöld.

Fyrsta mark leiks­ins kom strax á þriðju mín­útu. Vík­ing­ar spiluðu bolt­an­um þá frá­bær­lega sín á milli í víta­teign­um sem endaði með því að Valdi­mar Þór Ingi­mund­ar­son átti skot ut­ar­lega úr teign­um sem fór af varn­ar­manni og í netið.

Á 14. mín­útu tvö­földuðu Vík­ing­ar svo for­yst­una og aft­ur var Valdi­mar á ferðinni. Vikt­or Örlyg­ur Andra­son átti þá frá­bæra send­ingu í gegn á Valdi­mar sem kláraði virki­lega vel und­ir Steinþór Má í mark­inu. Valdi­mar hins veg­ar meidd­ist við það að skora markið og varð að fara af velli. Bætt­ist hann þar með á afar lang­an meiðslalista Vík­ings.

Þriðja markið kom svo á 24. mín­útu. Karl Friðleif­ur Gunn­ars­son fékk þá all­an þann tíma sem hann vildi til að rekja bolt­ann að teig KA manna og smella hon­um í vinstra hornið. Varn­ar­menn KA al­gjör­lega týnd­ir og svo virt­ist Steinþór Már eiga að gera bet­ur í mark­inu.

Eft­ir þriðja markið virt­ust heima­menn slaka ör­lítið á og meira jafn­vægi komst í leik­inn. Viðar Örn Kjart­ans­son varð að fara af velli vegna meiðsla en fátt annað markvert gerðist fram að hálfleik.

Von­ir KA-manna urðu svo end­an­lega að engu á 54. mín­útu. Stíg­ur Dilj­an Þórðar­son, sem kom inná í fyrri hálfleik fyr­ir Valdi­mar, setti þá pressu á Hans Vikt­or Guðmunds­son í öft­ustu línu KA, vann af hon­um bolt­ann og potaði hon­um í gegn á Helga Guðjóns­son sem kláraði auðveld­lega fram­hjá Steinþóri.

Fátt markvert gerðist það sem eft­ir lifði leiks en Vík­ing­ar voru samt sem áður tölu­vert betri aðil­inn áfram. Helgi Guðjóns­son fékk kjörið tæki­færi til að skora fimmta markið en klikkaði fyr­ir opnu marki eft­ir góðan und­ir­bún­ing Atla Þórs Jónas­son­ar.

Eft­ir því sem leið á leik­inn virt­ust bæði lið hrein­lega vera far­in að bíða eft­ir því að Vil­hjálm­ur Al­var Þór­ar­ins­son flautaði leik­inn af. Vík­ing­ar þurftu því ekki að hafa mikið fyr­ir því að sigla fjög­urra marka sigri í höfn.

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið.

Vík­ing­ur R. 4:0 KA opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert