Var allt í einu flutt til Íslands

Mackenzie Smith, Dominique Bond-Flasza, Alia Skinner og Murielle Tiernan fagna …
Mackenzie Smith, Dominique Bond-Flasza, Alia Skinner og Murielle Tiernan fagna sæti í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Banda­ríska knatt­spyrnu­kon­an Mackenzie Smith er fyr­irliði Fram, sem leik­ur sem nýliði í Bestu deild­inni í ár.

Smith gekk til liðs við Fram fyr­ir síðasta tíma­bil og hjálpaði liðinu að kom­ast upp úr 1. deild­inni. En hvernig endaði hún á Íslandi?

„Það var svo­lítið handa­hófs­kennt. Ég út­skrifaðist úr há­skóla í des­em­ber 2023 og ég fékk mér umboðsmann eft­ir út­skrift­ina. Ég átti myndsím­tal við full­trúa Fram inn­an við tveim­ur vik­um eft­ir að ég réði umboðsmann­inn minn og í janú­ar var ég flutt til Íslands.

Þetta tók ansi fljótt af! Sem var fyndið því ég hafði aldrei áður farið út fyr­ir land­steina Banda­ríkj­anna og svo var ég skyndi­lega flutt til Íslands!“ út­skýrði Smith í sam­tali við mbl.is.

Mackenzie Smith.
Mackenzie Smith. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Eins og Ísland sé annað heim­ili mitt

Hún hafði ein­ung­is leikið í banda­ríska há­skóla­bolt­an­um áður en skipt­in til Fram komu til. Smith kvaðst kunna afar vel við sig á Íslandi.

„Ég hef elskað veru mína hér. Þetta er svo frá­brugðið öllu sem ég hef nokkru sinni séð séð áður og er vön. Það er svo­lítið klikkað að mér fannst þetta svo öðru­vísi og svo nýtt á síðasta ári en nú líður mér eins og Ísland sé annað heim­ili mitt. Það er klikkað hvernig þetta breyt­ist allt sam­an.“

Fram hafn­ar í 9. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Fram heim­sæk­ir Þrótt í Laug­ar­dal­inn í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar klukk­an 18 á þriðju­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert