Sterkur sigur Vestra í snjókomunni

Daði Berg Jónsson fagnar sigurmarkinu.
Daði Berg Jónsson fagnar sigurmarkinu. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Vestri og FH mæt­tust í 2. um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta á Ísaf­irði klukk­an 14 í dagog endaði leik­ur­inn með sterk­um sigri heima­manna, 1:0

Aðstæður á Ísaf­irði voru ekki þær bestu. Hita­stig um frost­mark en í vind­kæl­ingu -6 gráður og vind­ur um 7 metr­ar.

Það verður seint sagt að fyrri hálfleik­ur­inn var ein­hver skemmt­un. Leik­ur­inn bauð ekki upp á mörg færi og var lokaður. Heima­menn voru þó ívið sterk­ari þegar leið á hálfleik­inn og Diego Montiel og Daði Berg Jóns­son fengu ágæt­is skot­færi, en nýttu þau ekki.

Það var svo á 38 mín­útu sem heima­menn komust yfir. FH tapaði bolt­an­um á miðjum vell­in­um og Vestri keyrði af stað í sókn. Ant­on Kra­lj kom bolt­an­um á Daða sem snéri Böðvar Böðvars­son af sér og komst í gegn. Hann setti bolt­ann síðan snyrti­lega fram hjá Mat­hi­as Rosenorn, staðan 1:0 fyr­ir Vestra.

Fyrri hálfleik­ur­inn fjaraði dá­lítið út eft­ir þetta, en nokkr­ir pústr­ar voru. Verðskulduð for­ysta heima­mann í hálfleik.

Seinni hálfleik­ur­inn var lokaður og lítið markvert gerðist. Liðsmenn FH reyndu hvað þeir gátu að jafna en sköpuðu sér lítið og voru í raun aldrei lík­leg­ir til að jafna.

Vestra-menn voru hins veg­ar frá­bær­ir í leikn­um sem spil­ar inn í hvað FH gerði lítið. Fylli­lega verðskuldaður sig­ur Vestra, sem eru komn­ir með 4 stig í fyrstu 2 leik­ina en FH er enn án stiga.

Vestri 1:0 FH opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka