Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs Þróttar úr Reykjavík, telur að þjálfari liðsins Ólafur Kristjánsson muni stimpla sig betur inn í komandi tímabil í Bestu deildinni.
Ólafur tók við Þrótti fyrir síðasta tímabil en þetta er í fyrsta sinn sem hann stýrir kvennaliði.
Þróttur byrjaði tímabilið ansi brösuglega en miðpunkturinn var góður. Liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar, 32 stigum frá toppnum.
„Þetta er í fyrsta skipti sem hann er að þjálfa kvennalið og hann kunni kannski ekki jafnvel á deildina hjá okkur í fyrra. Mér finnst hann vera koma meira inn í þetta og hann er að læra á okkur og við á hann.
Það gengur betur og ég held hann nái að stimpla sig betur inn í deildina í sumar, og við sem lið líka,“ sagði Álfhildur Rósa.
Þróttur úr Reykjavík hafnar í 3. sæti samkvæmt spá Morgunblaðsins og mbl.is sem birtist í blaðinu sl. fimmtudag. Þróttur fær Fram í heimsókn í Laugardalinn í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á morgun.