Á eftir að stimpla sig betur inn

Ólafur Kristjánsson er á leiðinni í sitt annað tímabil sem …
Ólafur Kristjánsson er á leiðinni í sitt annað tímabil sem þjálfari Þróttar. Ljósmynd/Samsett mynd

Álf­hild­ur Rósa Kjart­ans­dótt­ir, fyr­irliði knatt­spyrnuliðs Þrótt­ar úr Reykja­vík, tel­ur að þjálf­ari liðsins Ólaf­ur Kristjáns­son muni stimpla sig bet­ur inn í kom­andi tíma­bil í Bestu deild­inni. 

Ólaf­ur tók við Þrótti fyr­ir síðasta tíma­bil en þetta er í fyrsta sinn sem hann stýr­ir kvennaliði.

Þrótt­ur byrjaði tíma­bilið ansi brös­ug­lega en miðpunkt­ur­inn var góður. Liðið hafnaði í fimmta sæti deild­ar­inn­ar, 32 stig­um frá toppn­um. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem hann er að þjálfa kvennalið og hann kunni kannski ekki jafn­vel á deild­ina hjá okk­ur í fyrra. Mér finnst hann vera koma meira inn í þetta og hann er að læra á okk­ur og við á hann. 

Það geng­ur bet­ur og ég held hann nái að stimpla sig bet­ur inn í deild­ina í sum­ar, og við sem lið líka,“ sagði Álf­hild­ur Rósa. 

Þrótt­ur úr Reykja­vík hafn­ar í 3. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Þrótt­ur fær Fram í heim­sókn í Laug­ar­dal­inn í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar á morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert