Erum hluti af sögulegu liði

Mackenzie Smith.
Mackenzie Smith. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Mackenzie Smith, fyr­irliði Fram í knatt­spyrnu, seg­ir mikla eft­ir­vænt­ingu ríkja hjá liðinu þar sem kvennaliðið mun í ár spila í efstu deild í fyrsta sinn í 37 ár.

„Ég held að það sé ekki auk­in pressa held­ur aðallega spenna. Við fáum að vera hluti af þessu sögu­lega liði. Ég held að því fylgi ekki pressa en það er mik­il spenna í kring­um liðið og því hvaða þýðingu þetta gæti haft fyr­ir fé­lagið í framtíðinni,“ sagði Smith í sam­tali við mbl.is.

Fram tryggði sér sæti í Bestu deild­inni með því að hafna í öðru sæti 1. deild­ar á síðasta tíma­bili.

Hafa aðlag­ast óaðfinn­an­lega

Smith var á meðal leik­manna sem styrktu liðið fyr­ir síðasta tíma­bil og er hún á því að þeir leik­menn sem Fram hef­ur samið við fyr­ir kom­andi tíma­bili muni koma til með að styrkja liðið afar mikið.

„Að mínu mati höf­um við bætt við okk­ur mikið af mjög góðum leik­mönn­um. Þeir hafa all­ir aðlag­ast hópn­um óaðfinn­an­lega. Maður get­ur ekki einu sinni sagt til um hvaða leik­menn eru nýir og hverj­ir voru hérna fyr­ir.

Ég tel nýju leik­menn­ina styrkja okk­ur gíf­ur­lega og það er hluti ástæðunn­ar fyr­ir því að ég held að okk­ur muni tak­ast ætl­un­ar­verk okk­ar í ár,“ sagði Smith, en mark­miðið er að halda sæt­inu á meðal þeirra bestu.

Fram hafn­ar í 9. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Fram heim­sæk­ir Þrótt í Laug­ar­dal­inn í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar klukk­an 18 annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert