Frábært að fylgjast með stóru systur

Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir á góðri stundu á landsliðsæfingu.
Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir á góðri stundu á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlín Ei­ríks­dótt­ir hef­ur gert góða hluti sem at­vinnumaður í fót­bolta und­an­farna mánuði. Hún raðaði inn mörk­um með Kristianstad í Svíþjóð og fór í kjöl­farið til Leicester í ensku úr­vals­deild­inni.

Hlín er fædd árið 2000, tveim­ur árum á und­an yngri syst­ur sinni Örnu Ei­ríks­dótt­ur fyr­irliða FH. Arna á sjálf tvo lands­leiki og hún hef­ur notið þess að fylgj­ast með eldri syst­ur sinni í at­vinnu­mennsk­unni.

„Það hef­ur verið frá­bært. Það er magnað að fylgj­ast með henni eft­ir að hún fór í Leicester. Hún er kom­in á rosa­lega stórt svið og það er mik­il fag­mennska í kring­um allt. Hún er búin að bæta sig al­veg því­líkt í at­vinnu­mennsk­unni. Hún hef­ur svo fengið fleiri tæki­færi með A-landsliðinu í kjöl­farið. Það er frá­bært,“ sagði Arna við mbl.is.

Hún hef­ur ekki enn heim­sótt Hlín til Eng­lands en það er á stefnu­skránni. „Ég er ekki búin að því en ég mun 100% fara. Það er bara erfitt þegar tíma­bilið okk­ar er að fara af stað. Maður er lítið að kom­ast í frí eft­ir ára­mót. Við fjöl­skyld­an styðjum hana að sjálf­sögðu vel,“ sagði Arna.

FH var í sjö­unda sæti í spá Morg­un­blaðsins sem var birt í fimmtu­dags­blaðinu. Liðið fær verðugt verk­efni í 1. um­ferðinni, úti­leik gegn Val á miðviku­dags­kvöld klukk­an 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert