Fullkomin byrjun Stjörnunnar

Emil Atlason úr Stjörnunni og Erik Sandberg úr ÍA.
Emil Atlason úr Stjörnunni og Erik Sandberg úr ÍA. Eggert Jóhannesson

Stjarn­an er með tvo sigra eft­ir tvær um­ferðir í Bestu deild karla í fót­bolta en liðið sigraði ÍA, 2:1, á heima­velli í kvöld. ÍA er með þrjú stig.

Leik­ur­inn fór ró­lega af stað og var lítið um tæki­færi fram­an af. Vikt­or Jóns­son átti fyrstu til­raun leiks­ins á 22. mín­útu er hann skallaði beint á Árna Snæ Ólafs­son í marki Stjörn­unn­ar.

Hinum meg­in skoraði Stjarn­an úr sinni fyrstu til­raun er Andri Rún­ar Bjarna­son skallaði í netið af stuttu færi eft­ir vel heppnaða horn­spyrnu frá Bene­dikt v. Warén á 25. mín­útu.

For­yst­an ent­ist í 17 mín­út­ur því Stein­ar Þor­steins­son jafnaði fyr­ir ÍA á 42. mín­útu með hnit­miðuðu skoti úr teign­um í stöng og inn eft­ir send­ingu frá Hauki Andra Har­alds­syni.

Fleiri urðu mörk­in ekki í fyrri hálfleik og staðan í leik­hléi því 1:1.

Jón Gísli Ey­land Gísla­son fékk fyrsta færi seinni hálfleiks er hann átti hættu­legt skot að marki en Sindri Þór Ingimars­son í vörn Stjörn­unn­ar gerði glæsi­lega í að skalla bolt­ann frá þegar hann stefndi að marki.

Það voru hins veg­ar heima­menn sem skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleik og það gerði Guðmund­ur Bald­vin er hann af­greiddi bolt­ann afar snyrti­lega úr teign­um eft­ir flotta fyr­ir­gjöf frá Andra Rún­ari.

Vikt­or fékk úr­vals­færi til að jafna á 62. mín­útu en hann setti bolt­ann vel yfir þegar hann fékk frítt skot inn­an teigs eft­ir send­ingu frá Jóni Gísla.

Liðunum gekk illa að skapa sér opin færi eft­ir það en Skaga­menn enduðu leik­inn manni færi því Hauk­ur Andri fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upp­bót­ar­tíma.

Fleiri urðu mörk­in hins veg­ar ekki og Stjarn­an fagnaði sín­um öðrum 2:1-sigri í fyrstu tveim­ur um­ferðunum.

Stjarn­an 2:1 ÍA opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert