Lagaði húsið sitt sjálf eftir aurskriðu

Bryndís Rut Haraldsdóttir kallar ekki allt ömmu sína.
Bryndís Rut Haraldsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Bryn­dís Rut Har­alds­dótt­ir, fyr­irliði Tinda­stóls í knatt­spyrnu, hef­ur spilað með upp­eld­is­fé­lag­inu all­an sinn fer­il og aldrei hugsað sér til hreyf­ings.

„Ég held að það hafi nú aldrei komið neitt upp þannig hjá mér að ég gæti leitað til þess held­ur. Það er nú aðallega það að mér líður rosa­lega vel í Skagaf­irðinum. Fjöl­skyld­an mín er þar og Tinda­stóll er líka ákveðin fjöl­skylda fyr­ir mig.

Mér fynd­ist nú mjög erfið til­hugs­un að fara eitt­hvað annað út bara út frá að vera að fara frá liðinu, að fara frá leik­mönn­un­um. Þetta eru allt frá­bær­ir leik­menn og mig hef­ur aldrei langað eða hugsað: „Heyrðu nú fer ég bara.“

Það hef­ur aldrei komið upp hjá mér. En svo hafa kannski ekki boðist stór tæki­færi til þess held­ur. Það má al­veg leyfa því að fylgja með en ég held nú að ástríðan fyr­ir þessu liði og þess­um stelp­um hafi stund­um risið ofar öllu öðru,“ sagði Bryn­dís Rut, sem er þrítug, í sam­tali við mbl.is.

„Ég er bú­sett í Varma­hlíð og á kær­asta þar. Fjöl­skyld­an mín býr rétt fyr­ir utan Varma­hlíð og ég er í frá­bærri vinnu. Ég er smiður hjá Upp­steypu, sem er fyr­ir­tæki sem bygg­ir hús og aðrar bygg­ing­ar,“ bætti hún við, en Varma­hlíð er í um 23 kíló­metra fjar­lægð frá Sauðár­króki.

Hepp­in með fólkið í kring­um mig

Heim­ili Bryn­dís­ar Rut­ar var annað af tveim­ur sem varð fyr­ir aur­skriðu fyr­ir nokkr­um árum. „Já, það var húsið mitt. Það var 2021, árið eft­ir Covid.“

Í ljósi þess að hún er smiður lék blaðamanni for­vitni á að vita hvort Bryn­dís Rut hafi ein­fald­lega lag­fært húsið sitt sjálf.

„Já. Ég er svo­lítið hepp­in með fólkið í kring­um mig. Ég á bræður sem eru líka smiðir, er úr stórri fjöl­skyldu og á fullt af góðum vin­um þarna í firðinum sem komu og bökkuðu okk­ur svo­lítið upp í að klára þetta.

Við vor­um í burtu í fimm daga. Við feng­um ekki að fara að hús­inu í tvo daga og svo vor­um við á fullu í þrjá daga að gera og græja. Auðvitað tek­ur þetta á.

Ég man að við vor­um að spila við Sel­foss dag­inn eft­ir hérna heima og það var al­veg mikið að gera og allt í gangi. En ég veit ekki, maður er bara svo hepp­inn með fólkið í kring­um sig,“ sagði hún að lok­um.

Tinda­stóll hafn­ar í 8. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Tinda­stóll mæt­ir nýliðum FHL á Sauðár­króki í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar klukk­an 18 á miðviku­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert