Langbesta veðrið og frábær félagsskapur

Leikmenn FHL fagna sætinu í efstu deild.
Leikmenn FHL fagna sætinu í efstu deild. Ljósmynd/FHL

Fjarðabyggð/​Hött­ur/​Leikn­ir leik­ur í efstu deild kvenna í fót­bolta á kom­andi tíma­bili eft­ir ör­ugg­an sig­ur í 1. deild á síðasta ári.

Mika­ela Nótt Pét­urs­dótt­ir kom til fé­lags­ins að láni frá Breiðabliki á dög­un­um en ann­ars hef­ur gengið illa að sann­færa leik­menn af höfuðborg­ar­svæðinu að koma aust­ur.

„Það er mjög erfitt að fá ís­lenska leik­menn. Stjórn­in og Kalli (Björg­vin Karl Gunn­ars­son þjálf­ari) eru búin að reyna og reyna en það geng­ur illa.

Það væri hollt og gott fyr­ir alla að prófa að taka eitt sum­ar úti á landi. Það er lang­besta veðrið fyr­ir aust­an, frá­bær fé­lags­skap­ur og ým­is­legt í boði,“ sagði Rós­ey Björg­vins­dótt­ir fyr­irliði FHL í sam­tali við mbl.is.

Gríðarleg ferðalög fylgja liðinu, þar sem sjö af tíu liðum deild­ar­inn­ar eru frá höfuðborg­ar­svæðinu. Aðeins Þór/​KA, Tinda­stóll og FHL eru frá land­byggðinni. Rós­ey kvart­ar ekki yfir ferðalög­un­um.

„Þetta er bara klukku­tíma flug suður og svo aft­ur heim um kvöldið. Fyr­ir okk­ur sem erum upp­al­d­ar er þetta bara dag­legt líf. Þetta trufl­ar mig alls ekki,“ sagði hún.

Rós­ey er í há­skóla í Reykja­vík og hafði því ekki hitt liðsfé­laga sína í mánuð á meðan á viðtal­inu stóð. Hún á ekki von á öðru en að nær all­ir leik­menn liðsins séu klár­ir í fyrsta leik gegn Tinda­stóli á úti­velli, þótt Katrín Edda Jóns­dótt­ir sé enn að jafna sig á langvar­andi meiðslum.

„Ég hef ekki hitt liðið í mánuð en mér skilst að all­ir séu heil­ir. Katrín Edda hef­ur verið meidd frá því síðasta vet­ur en hún er að kom­ast í gang. Fyr­ir utan það veit ég ekki bet­ur en að all­ir séu heil­ir,“ sagði Rós­ey en hún hef­ur fengið að æfa með Fram í vet­ur.

FHL hafnaði í botnsæt­inu í spá Morg­un­blaðsins sem birt var í fimmtu­dags­blaðinu. Fyrsti leik­ur FHL í efstu deild verður á úti­velli gegn Tinda­stóli næst­kom­andi miðviku­dag klukk­an 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert