Leikur sumarsins er KR og Valur skildu jöfn

Luke Rae og Hólmar Örn Eyjólfsson eigast við í Laugardalnum …
Luke Rae og Hólmar Örn Eyjólfsson eigast við í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Eyþór

KR og Val­ur skildu jöfn, 3:3, í rosa­leg­um leik í 2. um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld. Leikið var á heima­velli Þrótt­ar í Laug­ar­daln­um þar sem heima­völl­ur KR í Vest­ur­bæn­um er ekki til­bú­inn.

KR er með 2 stig í sjö­unda sæti deild­ar­inn­ar á meðan Vals­menn eru í átt­unda sæt­inu, einnig með 2 stig, en bæði lið eru án sig­urs eft­ir fyrstu tvær um­ferðirn­ar.

Leik­ur­inn var mjög op­inn og mik­il skemmt­un. Mikið var um færi og hefðu mörk­in hæg­lega getað orðið enn fleiri.

KR-ing­ar fóru bet­ur af stað í leikn­um og skoruðu fyrsta mark leiks­ins strax á 12. mín­útu. Gabrí­el Hrann­ar Eyj­ólfs­son átti þá magnaðan sprett upp all­an vinstri kant­inn, kom bolt­an­um fyr­ir þar sem Luke Rae hamraði hon­um í netið af stuttu færi.

Vals­menn hresst­ust aðeins við markið og fengu nokk­ur góð færi. Flest þeirra komu vegna klaufagangs í vörn KR-inga sem virkuðu ekki sann­fær­andi og á 40. mín­útu fór Jónatan Ingi Jóns­son mjög illa með Finn Tóm­as Pálma­son á hægri kant­in­um. Jónatan fór með bolt­ann upp að enda­mörk­um, lyfti hon­um frá­bær­lega yfir Hall­dór Snæ Georgs­son úr þröngu færi og jafnaði met­in í 1:1.

Í liði KR var 15 ára gam­all dreng­ur að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Sig­urður Breki Kára­son byrjaði á miðjunni hjá KR og lék all­an leik­inn,virki­lega vel. Það er ljóst að framtíðin er björt hjá hon­um.

Atli Sig­ur­jóns­son fékk dauðafæri strax eft­ir fimm mín­útna leik í seinni hálfleik. Hann komst þá inn í lausa send­ingu Stef­áns Þórs frá marki en setti bolt­ann rétt fram­hjá mark­inu úr teign­um. Stefán æddi út úr mark­inu og gerði Atla erfitt fyr­ir en Atli náði þó að lyfta bolt­an­um yfir hann, en hitti ekki markið.

Á 53. mín­útu fengu Vals­menn svo víta­spyrnu og enn voru KR-ing­ar sjálf­um sér verst­ir. Liðið tapaði bolt­an­um þá á stór­hættu­leg­um stað og allt gal­opnaðist fyr­ir Tryggva Hrafn Har­alds­son hægra meg­in. Tryggvi keyrði inn á teig­inn og lét vaða en Hall­dór Snær varði skotið beint út í teig­inn. Tryggvi var fyrst­ur á frá­kastið sjálf­ur en var rif­inn niður af Gyrði Hrafni Guðbrands­syni og víta­spyrna dæmd. Úr henni skoraði Pat­rick Peder­sen af ör­yggi og kom Val í 2:1.

Varn­ar­lína KR þegar kort­er var eft­ir var afar áhuga­verð en hún var skipuð af Ró­berti Elís Hlyns­syni, Gabrí­el Hrann­ari Eyj­ólfs­syni, Atla Sig­ur­jóns­syni og Vicente Val­or þar sem Gabrí­el og Atli voru miðverðir. Það virt­ist ekki skipta miklu máli því KR tók völd­in á vell­in­um og upp­skáru jöfn­un­ar­mark á 76. mín­útu. Jó­hann­es Krist­inn Bjarna­son fékk bolt­ann þá rétt utan teigs hægra meg­in, setti hann á vinstri fót­inn og hamraði hon­um óverj­andi upp í fjær­hornið.

Fjörið var hins veg­ar ekki búið og enn eina ferðina voru það mis­tök KR-inga sem urðu þeim að falli. Á 89. mín­útu vann Jónatan Ingi bolt­ann af Vicente Val­or í teig KR-inga og lagði hann þvert fyr­ir markið á Pat­rick Peder­sen sem ýtti hon­um þvert fyr­ir markið. Sann­kallað fram­herja­mark hjá Dan­an­um.

Drama­tík­in var þó ekki búin enn. Á 9. mín­útu upp­bót­ar­tíma fékk KR auka­spyrnu við miðlínu og bolt­an­um var spyrnt fyr­ir markið. Þegar Stefán markvörður Vals var við það að grípa bolt­ann féll Aron Þórður Al­berts­son eft­ir bar­áttu við Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son, fyr­irliða Vals. Helgi Mika­el benti á punkt­inn og gaf Hólm­ari í leiðinni sitt annað gula spjald. End­ur­sýn­ing sýndi að lík­lega var brotið fyr­ir utan teig en vítaps­yrna engu að síður dæmd.

Á punkt­inn steig Jó­hann­es Krist­inn Bjarna­son en hann skoraði af miklu ör­yggi og tryggði sín­um mönn­um stig í þess­um ótrú­lega leik.

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið.

KR 3:3 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert