Sigurður sló met Eiðs Smára

Eiður Smári Guðjohnsen var fastamaður í liði Vals árið 1994, …
Eiður Smári Guðjohnsen var fastamaður í liði Vals árið 1994, þá 15 ára gamall, en aldursmet hans sem byrjunarliðsmanns í deildinni féll í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Breki Kára­son sló í kvöld 31 árs gam­alt met þegar hann hóf leik í byrj­un­arliði KR gegn Val í Bestu deild karla í fót­bolta á Þrótt­ar­velli í kvöld.

Sig­urður er í liði KR aðeins 15 ára og 125 daga gam­all og hann er yngsti leikmaður­inn í sögu efstu deild­ar karla sem hef­ur leik í deild­inni.

Eiður Smári Guðjohnsen var 15 ára og 250 daga gam­all þegar hann var í byrj­un­arliði Vals gegn Kefla­vík í fyrstu um­ferð Íslands­móts­ins árið 1994.

Sig­urður er þó ekki yngsti KR-ing­ur­inn sem hef­ur leikið í efstu deild. Al­ex­and­er Rafn Pálma­son lék 14 ára gam­all og 147 daga gam­all sem varamaður í deild­inni í fyrra, með KR gegn ÍA, og er yngst­ur allra í sögu deild­ar­inn­ar.

Þá lék Jón Arn­ar Sig­urðsson 15 ára og 97 daga gam­all með KR í deild­inni árið 2022, sem varamaður.

Sigurður Breki Kárason í leiknum gegn Val.
Sig­urður Breki Kára­son í leikn­um gegn Val. mbl.is/​Eyþór Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka