Sýndist þetta vera hárréttur dómur

Gabríel Hrannar með boltann í leiknum í kvöld.
Gabríel Hrannar með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Gabrí­el Hrann­ar Eyj­ólfs­son, leikmaður KR, var nokkuð sátt­ur eft­ir drama­tískt jafn­tefli við Val, 3:3, í 2. um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld.

„Þetta var skemmti­leg­ur leik­ur og von­andi náðu áhorf­end­ur að njóta þess að horfa á hann. Ég er ánægður með viðbrögðin hjá okk­ur eft­ir að hafa lent und­ir og lent í alls kon­ar áföll­um. Ég er sátt­ur með stig úr því sem komið var.“

KR lenti tvisvar und­ir í leikn­um en kom til baka í bæði skipt­in. Seinna skiptið var á 89. mín­útu en samt tókst Vest­ur­bæ­ing­um að ná í jafn­tefli.

„Já ég er ánægður með karakt­er­inn. Það hefði verið auðvelt að svekkja sig og gef­ast upp en hrós á strák­ana, við stóðum okk­ur vel.“

Gabrí­el byrjaði leik­inn sem vinstri bakvörður og átti risa þátt í fyrsta marki KR þegar hann átti frá­bær­an sprett upp all­an vinstri kant­inn. Hann var síðan færður í miðvörð, líkt og Atli Sig­ur­jóns­son, vegna meiðsla í varn­ar­lín­unni en þeir fé­lag­ar leystu verk­efnið með mikl­um sóma.

„Þetta var bara skemmti­legt. Við reyn­um alltaf að spila skemmti­leg­an fót­bolta og það er al­veg sama í hvaða stöðu maður spil­ar. Við reyn­um bara að njóta þess og von­andi hjálp­ar það okk­ur í framtíðinni.“

Það var gíf­ur­leg drama­tík á loka­mín­út­um leiks­ins en KR-ing­ar fengu víti á 9. mín­útu upp­bót­ar­tím­ans þegar Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son braut á Aroni Þórði Al­berts­syni. End­ur­sýn­ing sýndi að brotið átti sér stað fyr­ir utan teig en þess skal getið hér að Gabrí­el var lík­lega ekki bú­inn að sjá end­ur­sýn­ing­una þegar hann var dreg­inn í viðtal.

„Mér sýnd­ist hann bara hafa gefið Aroni Þórði oln­boga­skot og hann dæmi rétti­lega víti. Mér sýnd­ist þetta vera hár­rétt­ur dóm­ur og ég var í nokkuð góðri stöðu til að sjá það.“

Gabrí­el gekk til liðs við upp­eld­is­fé­lagið KR í vet­ur frá Gróttu og hef­ur farið virki­lega vel af stað.

„Það hef­ur gengið mjög vel og ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er samt auðvitað bara rétt að byrja, ég er staðráðinn í að halda áfram, gera mitt besta og svo ger­ist það sem ger­ist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert