Þetta er hundfúl niðurstaða

Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er hund­fúl niðurstaða,“ sagði Jón Þór Hauks­son þjálf­ari ÍA í sam­tali við mbl.is eft­ir tapið gegn Stjörn­unni, 2:1, í 2. um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta í Garðabæn­um í kvöld.

Var um ansi jafn­an leik að ræða en Stjörnu­menn nýttu fær­in bet­ur og fóru því með sig­ur af hólmi.

„Þetta var 50/​50 leik­ur í gegn. Þeir komust tvisvar yfir en voru ekki með nein tök á leikn­um. Þetta féll fyr­ir þá í dag. Við gerðum vel í að koma til baka í fyrri hálfleik og við fór­um býsna sátt­ir inn í hálfleik­inn.

Við byrjuðum seinni hálfleik­inn svo af krafti, sköpuðum færi en inn vildi bolt­inn ekki. Við fáum svo á okk­ur upp­hlaup og mark og eft­ir það sköpuðum við okk­ur færi en okk­ur tókst ekki að nýta þau. Ég er ánægður með hvað mín­ir menn lögðu í leik­inn,“ sagði Jón Þór.

Hauk­ur Andri Har­alds­son fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í lok­in. Fyrra spjaldið fékk hann fyr­ir mót­mæli og það seinna fyr­ir brot í upp­bót­ar­tíma.

„Hann er ástríðufull­ur og orku­mik­ill. Það var óþarfi hjá hon­um að brjóta á gulu spjaldi. Dóm­ar­inn þurfti held­ur ekki að spjalda hann fyr­ir það en þetta er niðurstaðan.

Hann miss­ir af næsta leik en það kem­ur maður í manns stað. Við grát­um þetta í kvöld en mæt­um fersk­ir á morg­un,“ sagði Jón Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert