Vinnum ekki því dómarinn gerir stór mistök

Helgi Mikael Jónasson dómari var í aðalhlutverki í kvöld. Hér …
Helgi Mikael Jónasson dómari var í aðalhlutverki í kvöld. Hér ræða Bjarni Mark Antonsson og Albin Skoglund, leikmenn Vals, við hann. mbl.is/Eyþór

Sr­djan Tufegdzic, þjálf­ari Vals, var svekkt­ur eft­ir drama­tískt jafn­tefli við KR, 3:3, í 2. um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld.

„Þetta er mjög svekkj­andi til­finn­ing. Ég er svekkt­ur því við tök­um ekki öll þrjú stig­in með heim á Hlíðar­enda af því að dóm­ar­inn ger­ir mjög stór mis­tök. Hann dæm­ir víti sem er ekki víti á 99. mín­útu, það er 100% fyr­ir utan teig og sést bara mjög vel. Svo var líka brot rétt á und­an sem hann dæm­ir ekki á og óskilj­an­legt að upp­bót­ar­tím­inn fari úr sex mín­út­um í tíu mín­út­ur.

Ann­ars var ég mjög ánægður með frammistöðuna. Það er alltaf has­ar í leikj­um á milli KR og Vals og und­an­far­in ár hef­ur þetta verið mik­il skemmt­un fyr­ir áhorf­end­ur. Mér fannst við betri aðil­inn í leikn­um í kvöld og feng­um nokkr­ar kjör­stöður til að setja fjórða markið og ganga frá leikn­um, það svíður aðeins. Strák­arn­ir mín­ir áttu sig­ur­inn skilið í kvöld.“

Val­ur komst 3:2 yfir á 89. mín­útu en liðið náði ekki að halda út og sigla sigr­in­um í höfn. Jöfn­un­ar­markið kom úr víta­spyrnu sem var að öll­um lík­ind­um rang­ur dóm­ur.

„Það er ekk­ert um­deild­ur dóm­ur, þetta er bara fyr­ir utan teig. Svo bæt­ir hann sex mín­út­um við en upp­bót­ar­tím­inn verður að tíu mín­út­um. Þetta er ekk­ert um­deilt.“

Val­ur er með tvö stig eft­ir fyrstu tvær um­ferðirn­ar eft­ir jafn­tefli við Vestra og KR.

„Við erum bara bjart­sýn­ir fyr­ir fram­hald­inu. Þetta var flott frammistaða í kvöld og mér fannst frammistaðan á móti Vestra góð líka. Það vant­ar herslumun­inn hjá okk­ur til að vinna báða leik­ina og vera þá með sex stig. Við höld­um bara okk­ar vinnu áfram og okk­ar veg­ferð sem hófst í janú­ar. Við erum að gera góða hluti, liðið er á upp­leið. Það er mik­il stemn­ing í hópn­um og mik­il stamstaða.“

Aðspurður um hvort ein­hverj­ar styrk­ing­ar væru á leið í Val gaf Tufa ekki skýr svör en talaði um að menn þyrftu að ná heilsu.

„Ég er mjög ánægður með hóp­inn. Styrk­ing­in væri að fá alla til baka úr meiðslum. Það vantaði menn í dag sem við vor­um að missa í meiðsli en ég er fyrst og fremst að hugsa um að fá alla menn heila og klára. Við erum með geggjaðan hóp.“

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals.
Sr­djan Tufegdzic, þjálf­ari Vals. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert