„Drápum leikinn"

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Álf­hild­ur Rósa Kjart­ans­dótt­ir, fyr­irliði Þrótt­ar úr Reykja­vík, var sátt með sterk­an 3:1-sig­ur á nýliðum Fram í fyrstu um­ferð í Bestu deild kvenna í knatt­spyrnu.

„Þetta var kafla­skipt­ur leik­ur. Við vor­um mjög sterk­ar á tím­um og þær voru ekki að kom­ast yfir miðju en svo í seinni hálfleik dett­um við smá niður og fáum markið á okk­ur en ég er ánægð að við náðum inn þriðja mark­inu og dráp­um leik­inn,“ sagði Álf­hild­ur í viðtali við mbl.is eft­ir leik­inn. 

„Það er létt­ir að vera búin með fyrsta leik­inn og vinna hann. Það er strax betri byrj­un en í fyrra og það er gott.“

 Þetta er annað tíma­bil þeirra með Ólaf Kristjáns­son sem þjálf­ara liðsins en í fyrra vann liðið ekki leik fyrr en í sjö­undu um­ferð. Í ár er allt annað að sjá liðið og fyrsti sig­ur­inn kom í fyrsta leik. 

„Það er góð stemn­ing í liðinu og gam­an. Óli er að vinna sína vinnu vel og bú­inn að und­ir­búa liðið vel og ég held að þetta fari bet­ur af stað í ár en í fyrra.“

Katie Cous­ine kom aft­ur í liðið eft­ir stutt stopp á Hlíðar­enda og Þrótt­ur fékk einnig Þór­dísi Elvu Ágúst­dótt­ur frá Vaxjö í Svíþjóð. Miðjan hjá Þrótti lít­ur virki­lega vel út fyr­ir sum­arið.

„Það er geðveikt að spila með þeim. Það er auðvelt að senda á þær, þær missa lítið bolt­ann og eru frá­bær­ir leik­menn, mjög gott að hafa þær.“

Liðið lenti í fimmta sæti í deild­inni í fyrra og vann aðeins átta leiki af 23 en ætl­ar að gera bet­ur í ár.

Hver eru mark­mið ykk­ar fyr­ir tíma­bilið?

„Það er bara þetta klass­íska að gera bet­ur í fyrra en við vilj­um samt ná aðeins Val og Breiðablik og vera í topp­sæt­un­um, jú, það er alltaf mark­miðið að vinna.“

Caroline Murray með boltann í kvöld.
Carol­ine Murray með bolt­ann í kvöld. mbl.is/​Eythor Arna­son


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert