Förum ekki að eltast við annað sætið

Selma Dögg Björgvinsdóttir er fyrirliði Víkinga.
Selma Dögg Björgvinsdóttir er fyrirliði Víkinga. mbl.is/Eggert

Selma Dögg Björg­vins­dótt­ir, fyr­irliði Vík­ings úr Reykja­vík, er spennt fyr­ir kom­andi tíma­bili í Bestu deild­inni í knatt­spyrnu. 

Mik­ill upp­gang­ur hef­ur átt sér stað hjá Vík­ingi síðustu tvö tíma­bil en liðið hafnaði í þriðja sæti deild­ar­inn­ar sem nýliði í fyrra. Þá varð liðið bikar­meist­ari sum­arið 2023. 

„Þetta leggst mjög vel í okk­ur. Við erum til­bún­ar í að veisla byrji og erum með skýr og flott mark­mið. Þetta verður mjög spenn­andi,“ sagði Selma Dögg þegar mbl.is spurði hana út í kom­andi leiktíð. 

Hver er staðan á hópn­um?

„Staðan er ansi góð. Það eru nokkr­ar að glíma við smá­vægi­leg meiðsli. Þetta er þó lítið og þær verða komn­ar í topp­stand fyr­ir mót.“  

Með mjög há­leit mark­mið 

Selma Dögg seg­ir liðið vera með mjög há­leit mark­mið eft­ir síðustu tvö tíma­bil. 

„Við erum með mark­mið og það er að gera bet­ur en í fyrra. Við höfn­um í þriðja sæti í fyrra og vilj­um ná hærra og maður fer ekki að elt­ast við annað sætið ef maður get­ur verið í því fyrsta.

Við erum með mjög há­leit mark­mið.“

Selma býst við jafn­ari móti í ár en und­an­far­in tíma­bil hafa Breiðablik og Val­ur verið skrefi á und­an öðrum liðum. 

Hvernig nálg­ast Vík­ing­ur þessi tvö lið?

„Ég held við séum búin að vera gera það með því að vera að styrkja okk­ur með sterk­um leik­mönn­um. Við höf­um verið að ná mikl­um ár­angri og fram­förum á síðustu árum. Ég held að þetta verði ekki bara á milli Vals og Breiðabliks í ár, fleiri lið munu koma inn í þetta.

Val­ur er, að ég held, að byrja á aðeins öðru­vísi veg­ferð. Breiðablik er með gríðarlega sterk­an hóp og mun gera mjög vel. Ég held þó að þetta verði ekki þessi tvö lið sem verða með mikið for­skot.

Ég myndi segja að á milli þess­ara þriggja liða að þá verði ekki svona rosa­leg­ur stiga­mun­ur og var í fyrra,“ bætti Selma við. 

Vík­ing­ur úr Reykja­vík hafn­ar í 5. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Vík­ing­ur fær Þór/​KA í heim­sókn í Foss­vog­inn í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar á morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert