Fram er með gæði og töffara

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Við bár­um of mikla virðingu fyr­ir Þrótt­ur­um með bolt­ann og leyfðum þeim að kom­ast aðeins of mikið í þeirra spil,“ sagði Óskar Smári Har­alds­son eft­ir 3:1-tap gegn Þrótti í 1. um­ferð í Bestu deild kvenna í knatt­spyrnu í kvöld.

„Leik­ur­inn spilaði eins og við bjugg­umst við að ein­hverju leyti. Eins og við viss­um fyr­ir leik­inn vor­um við að spila gegn mjög góðu Þrótt­araliði sem er gott í að færa bolt­ann hratt á milli kanta og við náðum ekki að stoppa það og úr því komu tvö mörk.

Í seinni hálfleik vor­um við lík­ari sjálf­um okk­ur, kom­um okk­ur aft­ur inn í leik­inn með frá­bæru marki og erum að banka en send­um svo­lítið marga í sókn und­ir lok­in og fáum á okk­ur mark í staðinn og því fór sem fór,“ sagði Óskar í viðtali við mbl.is eft­ir leik­inn.

Fram náði að minnka mun­inn í 2:1 á 75. mín­útu sem setti spennu í leik­inn.

„Ég var bara bjart­sýnn á að fá þrjú stig. Ég hef alltaf trú á því að þú get­ir unnið leik. Þriðja markið er mjög mik­il­vægt mark og við náðum að skora það og ég hafði trú á að við gæt­um tekið þrjú stig, það var nóg eft­ir af leikn­um og mörk breyta leikj­um. Ég átti von á því að þetta mark myndi vera „crusial“ en svo setja Þrótt­ar­ar síðasta markið í leikn­um þegar það var lítið eft­ir og þá fór maður að sætta sig við það að fara tóm­hent­ur heim.“

Murielle Tiernan að skalla boltann í kvöld en hún skoraði …
Murielle Tiern­an að skalla bolt­ann í kvöld en hún skoraði mark Fram í leikn­um. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Aðeins fjór­ir leik­menn í Fram eiga fleiri en tíu leiki í efstu deild og sam­kvæmt urslit.net er meðald­ur­inn í liðinu 23 ára en liðið er með sterka út­lend­inga og aðra leik­menn og Óskar hef­ur mikla trú á hópn­um.

„Við erum með ung­an og óreynd­an hóp en við erum með hung­ur og gæði og með leik­menn sem eru töffar­ar og eru til­bún­ar í þetta og hafa sýnt mér það í vet­ur að þær eru mik­ils megn­ug­ar, og ég er ótrú­lega glaður með hóp­inn.

Þær lögðu sig all­ar fram í dag, sem var til fyr­ir­mynd­ar, og hlupu fram að 90 mín­útu plús, og við þurf­um að gera það í hverj­um ein­asta leik til að eiga mögu­leika á að vinna hann.

Það er reynslu­leysi og ald­ur sem hef­ur auðvitað áhrif en á móti kem­ur hung­ur og „at­titu­de“ sem er til staðar og ég hef meiri trú á því held­ur en hinu.“

Alda Ólafsdóttir í leiknum í kvöld.
Alda Ólafs­dótt­ir í leikn­um í kvöld. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Fram er með stór mark­mið fyr­ir sum­arið en þetta er fyrsta sinn sem liðið er í efstu deild frá 1988.

„Ég er bú­inn að segja það alls staðar að við erum með fullt af mark­miðum í gangi en fyrst og fremst ætl­um við að vera betri í því sem við erum að gera. Við ætl­um að þróa okk­ar leikstíl áfram og ætl­um að vera betri í öll­um þátt­um leiks­ins sem við telj­um okk­ur þurfa að vera betri í, það er fyrst og fremst mark­miðið.

Þegar kem­ur að sæt­is­skip­an þá vilj­um við vera eins of­ar­lega og hægt er stelp­urn­ar og við setj­um okk­ur mark­mið að vera í topp sex en svo kem­ur það bara í ljós hvar við end­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert