Gríðarlega mikilvægt að fá hana aftur

Miðjumaðurinn öflugi Katie Cousins er komin aftur til Þróttar frá …
Miðjumaðurinn öflugi Katie Cousins er komin aftur til Þróttar frá Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrótt­ur úr Reykja­vík hef­ur styrkt sig til muna fyr­ir kom­andi átök í Bestu deild kvenna í knatt­spyrnu. 

Liðið er búið að fá sex leik­menn og þar á meðal Þór­dís Elvu Ágústs­dótt­ur frá Växjö, Unni Dóru Bergs­dótt­ur frá Sel­fossi og Katie Cous­ins til baka frá Val en hún hef­ur verið með betri leik­mönn­um deild­ar­inn­ar und­an­far­in ár. 

Álf­hild­ur Rósa Kjart­ans­dótt­ir, fyr­irliði Þrótt­ar, tel­ur að þess­ar styrk­ing­ar muni hjálpa liðinu mjög svo. 

„Þetta eru frá­bær­ar styrk­ing­ar hjá okk­ur. Unn­ur og Þór­dís hafa verið að koma mjög vel inn í þetta hjá okk­ur. Síðan að fá Katie aft­ur, eins og all­ir vita, er gríðarlega sterkt og mik­il­vægt fyr­ir okk­ur. Þetta eru bæði karakt­er­ar og síðan leik­menn með mik­il gæði,“ sagði Álf­hild­ur Rósa í sam­tali við mbl.is. 

Trúi og vona að það verði þannig

Breiðablik og Val­ur hafa verið lang­bestu lið lands­ins síðustu ár en Álf­hild­ur gæti séð fyr­ir sér breyt­ingu á því. 

Tel­urðu að deild­in verði jafn­ari í ár en síðustu ár?

„Ég vona það. Vana­lega hafa hin liðin ekki komið ná­lægt þess­um tveim­ur liðum en mér finnst það hafa verið að jafn­ast aðeins meira út. Það eru fleiri lið sem eru að ná stig­um á móti þess­um liðum og ég vona í sum­ar að keppn­in verði aðeins spenn­andi og fleiri lið blandi sér í bar­áttu um titil­inn. Ég get trúað því og vona að það verði þannig.“

Þrótt­ur úr Reykja­vík hafn­ar í 3. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Þrótt­ur fær Fram í heim­sókn í Laug­ar­dal­inn í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert