Komin aftur á fullt eftir hnémeiðsli

Arna Eiríksdóttir.
Arna Eiríksdóttir. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arna Ei­ríks­dótt­ir, fyr­irliði FH, lék ekki síðustu leiki liðsins á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu vegna smá­vægi­legra hné­meiðsla. Hún hef­ur jafnað sig á meiðsl­un­um og er klár í slag­inn í Bestu deild­inni í fót­bolta.

„Ég fékk högg á hnéð á móti Vík­ingi í deilda­bik­arn­um og var aðeins að glíma við það. Ég er kom­in aft­ur á fullt núna og verð klár í fyrsta leik,“ sagði Arna við mbl.is.

Hún á ekki von á öðru en að flest­ir leik­menn FH verði klár­ir í slag­inn í 1. um­ferðinni er liðið mæt­ir bikar­meist­ur­um Vals á úti­velli.

„Það eru ein­hverj­ar sem eru enn að glíma við lang­tíma­meiðsli en af þeim sem spiluðu á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu ættu all­ar að vera klár­ar í fyrsta leik,“ sagði Arna.

FH var í sjö­unda sæti í spá Morg­un­blaðsins sem var birt í fimmtu­dags­blaðinu. Liðið byrj­ar tíma­bilið á úti­leik gegn upp­eld­is­fé­lag­inu Örnu, Val, klukk­an 18 annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert