Sex óléttar í liðinu yfir allt árið

Anna María Baldursdóttir.
Anna María Baldursdóttir. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Anna María Bald­urs­dótt­ir, fyr­irliði Stjörn­unn­ar í knatt­spyrnu, seg­ir leik­menn liðsins spennta fyr­ir kom­andi tíma­bili þar sem stefn­an sé sett á að gera bet­ur en á síðasta tíma­bili þegar sjö­unda sæti varð niðurstaðan.

„Tíma­bilið leggst vel í okk­ur. Það er gam­an að það byrji svona snemma. Við erum bara spennt­ar fyr­ir þessu,“ sagði Anna María í sam­tali við mbl.is.

Lítið er um meiðsli í leik­manna­hópi Stjörn­unn­ar og staðan á hópn­um þegar Besta deild­in fer að hefjast því góð.

„Staðan er bara frek­ar góð. Það er ekk­ert al­var­legt í gangi. Það er svona smá hnjask hér og þar en ann­ars eru flestall­ar góðar,“ út­skýrði hún.

Hver eru mark­mið Stjörn­unn­ar á tíma­bil­inu?

„Góð spurn­ing. Maður fer kannski ekki að segja of mikið núna, þetta er svo langt mót. Það er erfitt að setja eitt­hvað eitt enda­mark­mið en að sjálf­sögðu er fyrsta mark­mið að gera bet­ur en í fyrra.

Það er þetta klass­íska. Svo er bara að taka þetta leik fyr­ir leik í raun­inni og vona að okk­ar fót­bolti komi okk­ur ofar og ofar í töfl­unni,“ sagði Anna María.

Síðasta tíma­bil von­brigði

Spurð hvort síðasta tíma­bil hafi verið Stjörnu­kon­um von­brigði sagði Anna María:

„Já, í raun­inni má segja að það hafi verið von­brigði. Það er langt síðan Stjarn­an hef­ur verið svona neðarlega í töfl­unni. Þó það sé hægt að taka ein­hverja ljósa punkta úr hverju tíma­bili hefðum við viljað enda ofar.“

Mikla at­hygli vakti hversu marg­ir leik­menn Stjörn­unn­ar þurftu frá að hverfa á síðasta tíma­bili þar sem þær voru barns­haf­andi.

„Yfir allt árið voru sam­tals sex ólétt­ar. Það var nátt­úr­lega al­veg erfitt en maður hef­ur ekki stjórn á þessu og það er auðvitað frá­bært að þær séu að fjölga sér. En það var kannski smá erfitt að það voru all­ar í einu,“ sagði hún um barnalán síðasta árs í Garðabæn­um.

Stjarn­an hafn­ar í 6. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Stjarn­an heim­sæk­ir Íslands­meist­ara Breiðabliks í Kópa­vog í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar klukk­an 18 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert