Stelpurnar stór hluti af eigin velgengni

Sandra María Jessen átti frábært tímabil í fyrra.
Sandra María Jessen átti frábært tímabil í fyrra. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Landsliðskon­an Sandra María Jessen átti frá­bært tíma­bil með Þór/​KA í Bestu deild­inni í knatt­spyrnu í fyrra. 

Sandra, sem varð þrítug fyrr á ár­inu, skoraði 22 mörk í deild­inni og var lang­marka­hæst en Ak­ur­eyr­arliðið hafnaði í fjórða sæti deild­ar­inn­ar. 

Þrátt fyr­ir frá­bært tíma­bil seg­ir Sandra að stefn­an sé alltaf að bæta sig. 

„Maður fer inn í tíma­bilið með það hug­ar­far að gera enn bet­ur en í fyrra. Ég er al­veg viss um að við séum farn­ar að þekkja enn bet­ur hver á aðra.

Stelp­urn­ar þekkja mína styrk­leika og vita hvernig á að nýta þá sem best. Þær eru stór hluti af því að gekk vel hjá mér í fyrra. 

Ég er viss um að við sem lið mun­um gera enn bet­ur í sum­ar,“ sagði Sandra María. 

Þór/​KA hafn­ar í 4. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Þór/​KA heim­sæk­ir Vík­ing úr Reykja­vík í Foss­vog­inn í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar á morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert