FH náði í gott stig á Hlíðarenda

Hanna Kallmaier og Fanndís Friðriksdóttir eigast við í leik liðanna …
Hanna Kallmaier og Fanndís Friðriksdóttir eigast við í leik liðanna síðasta sumar.

Val­ur og FH gerðu í kvöld marka­laust jafn­tefli í 1. um­ferð Bestu deild­ar kvenna í fót­bolta. Flest­ir spá Val góðu gengi og FH um miðja deild og komu úr­slit­in því nokkuð á óvart.

Valskon­ur fengu betri færi í fyrri hálfleik. Arn­fríður Auður Arn­ars­dótt­ir, Elísa Viðars­dótt­ir og Jasmín Erla Inga­dótt­ir fengu all­ar góð færi í teig FH-inga en Al­dís Guðlaugs­dótt­ir stóð vakt­ina mjög vel og þá tókst Valskon­um oft illa að hitta á markið.

Elísa Lana Sig­ur­jóns­dótt­ir átti bestu til­raun FH í fyrri hálfleik á 9. mín­útu en Tinna Brá Magnús­dótt­ir varði vel frá henni eft­ir sprett. Var því ekk­ert skorað í fyrri hálfleik.

Ragn­heiður Þór­unn Jóns­dótt­ir fékk dauðafæri fyr­ir Val strax í upp­hafi seinni hálfleiks en hún hitti ekki bolt­ann fyr­ir opnu marki eft­ir send­ingu frá Fann­dísi Friðriks­dótt­ur. Jor­dyn Rhodes fékk svo úr­vals­færi á 71. mín­útu en Al­dís gerði mjög vel í að verja frá henni.

Hinum meg­in fékk Thelma Kar­en Pálma­dótt­ir gott færi fyr­ir FH á 79. mín­útu en hún lyfti bolt­an­um yfir úr góðri stöðu í teign­um. Eft­ir það gerðist lítið markvert og liðin skipta með sér stig­un­um.

Val­ur 0:0 FH opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert